2007-02-28

Á verðbréfamarkaði.

Þessi fátæklega þýðing á texta 10CC On Wall Street nær alls ekki þeim hughrifum og áhrifum sem þetta lag hefur haft á mig. Trommutakturinn dynur og píanóleikurinn stekkur á tónana í minningunni. Og hvað er ég svo að gera á verðbréfamarkaði? Selja mömmu mína og kaupa aðra eins og í textanum?


Þegar ég hafði selt hluti mína í Bakkavör á sínum tíma, var ég viss um að gengi íslensku krónunar færi bráðlega niðut út öllu valdi. Það stóðst ekki. Ég keypti hlutabréf í norskum krónum í norska fyrirtækinu Tandberg. og stuttu seinna leit út fyrir að norska krónan væri að falla.


Það sem ég gerði var skipulagt fyrir löngu og vel undirbúið og rannsakað. Ég taldi mig geta séð inn í framtíðina á eins skýran máta og það er hægt. Þetta hefur nú sýnt sig að vera rétt. Hlutirnir í Bakkavör eru komnir niður í 63 IKR, á meðan hlutirnir í Tandberg hafa hækkað úr 112,50 NKR frá því að ég keypti í um 120 NKR á stuttum tíma. Samtímis hafa gengi norsku og íslensku krónunnar fylgst að.


Nú er hinsvegar gengið á Bakkavör langt undir raunvirði. Ef ég ætti lausafé, myndi ég leggja það allt í Bakkavör á þessu verði.



.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----


Megi Ó-Frjálslyndi flokkurinn kaupa fylgi sitt dýrt og selja það ódýrt.

2007-02-27

Morðtilraun og karaktermorð.

Morðtilraun og karaktermorð.


Eiríkur Jónsson skrifaði í Séð og Heyrt nr.7 2007, 15. - 21. febrúar um Morðtilraun gegn ungri transgender manneskju, undir forsíðuyfirskriftinni “KÆRASTAN MEÐ TYPPI”.


Tilefni greinarinnar er morðtilraunin en umfjöllunarefnið er ófræging árásarmannsins á fórnarlambi sínu. Grein Eiríks dregur síðan taum árásarmannsins við að sannfæra lesandann um að morðtilraunin hafi verið eðlileg viðbrögð manns, í hans aðstæðum, við transgender einstaklingi. Greinin endar á orðum sem túlka má sem hvatningu til ofbeldis gegn transgender einstaklingum, þar sem Eiríkur skrifar og vitnar í ofbeldismanninn “Hvað hefðuð þið gert í mínum sporum? Svona sviksemi kemur öllum úr jafnvægi.”


Undirtónn greinarinnar er léttur og gert er góðlátlegt grín að þeirri stöðu sem kom upp. Sérhver meðlimur Blaðamannafélags Íslands ætti að vita, að það kann ekki góðri lukku að stýra að draga fórnarlömb kynferðisofbeldis inn í grín. Alveg sama hvernig það er matreitt.


Greinin fjallaði einhliða um ofbeldismanninn, og þar er honum hampað sem hörkutóli sem “geti verið grjótharður þegar því er að skipta”. sem var “svikið” og “prettað” “leiddur í gildru”, “ósáttur við blekkingar eins og þegar maður þykist vera kona”. Allar þessar tilvitnanir eru úr áðurnefndri grein Eiríks, og halla þær mjög á fórnarlamb morðtilraunarinnar. Í þessari grein er staða fórnarlambsins gerð ótrúverðug. Greinin er sameiginleg vanvirðing Eiríks Jónssonar og árásarmannsins við fórnarlambið.


Fórnarlömb ofbeldis, vita hversu alvarlegar afleiðingar ofbeldið hefur fyrir þau, bæði líkamlega og andlega. Þau haf um sárt að binda í langan tíma á eftir. Þegar ofbeldismaðurinn og Eiríkur Jónsson ráðast aftur á fórnarlambið í fjölmiðlum, veldur það fórnarlambinu óþarfa sársauka.


Á góðri dönsku er þessi aðför þeirra að fórnarlambinu kölluð karaktermord.



.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----

Megi Ó-Frjálslyndi flokkurinn verða næsta fórnarlamb Eiríks Jónssonar.

Kynið er samsett.


Þekkingu mankyns hefur fleygt mikið fram síðan jörðin var talin vera flöt. Í dag vitum við töluvert um kynjafræði sem við vissum ekki fyrir hálfri öld.

Við vitum einnig að líkamlegt kyn er ekki bara einn þáttur heldur fleiri. Helstu þættir líkamlegs kyns eru kynfæri, hormónastarfsemi, kynlitningar og nýjari rannskóknir sýna mismun á vissum hluta heilans eftir kyni.

Við vitum að líkamlegt kyn einhvers segir ekki til um hvoru kyninu hann mun hneigjast að. Við vitum einnig að kynfæri og kyngerfi (en: gender) fylgist stundum ekki að. Einnig vitum við litningar og kyngerfi fylgist stundum ekki að. Einnig er þekkt að kynvitund (mín þýðing á gender identity) getur verið gagnstæð mörgum líkamlegum þáttum. Vísindamenn vinna að rannskóknum á hvernig kynvitund tengist líkamlegum þáttum í heilanum, en ennþá hafa ekki fengist einhlít svör.

Þarna eru nefndir 6 þættir sem í sameiningu ákvarða kyn fólks. Ekki allir eru svo heppnir að sérhver af þessum kynákvarðandi þáttum, bendi allir á sama kyn. Ef kynvitund og kynfæri benda ekki til sama kyns, er það í læknisfræði kallað Gender Identity Disorder sem sumir kalla kynáttunarvanda, en ég myndi heldur kalla kynvitundarvanda.


Leiðrétting á kyni.

Fyrir þá einstaklinga sem óska, er geysilega erfitt og dýrt að fá læknisfræðilega aðstoð til að fá leiðréttingu á kyni. Oft er þetta ferli sem læknar vilja ekki koma að fyrr en eftir 25 ára aldur og tekur þá hálfa og heila áratugi að ljúka því. Talið er að transgender einstaklingar séu um 3 til 10 af hverjum 100 þúsund einstaklingum. Kynskiptingin er nokkurnvegin jöfn milli kynja.




.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----

Megi Ó-Frjálslyndi flokkurinn eiga jafn erfiða bernsku og unglingsár eins og fólk með kynáttunarvanda.

2007-02-26

Hvað hefðir þú gert?

Hvað hefðir þú gert ef þú værir transgender?

Þú veist með hvorri hendinni þú átt að skrifa, en hvernig veist þú það?

Þú veist hvers kyns þú ert, en hvernig veistu það? Bannað að líta niður þegar þessari spurningu er svarað.

Hvað hefðir þú gert, ef þú veist að þú ert kona, en líkami þinn og umhverfi segir þér að þú ert karlkyns?

Þú hefur þann valkost að hafna þér sem manneskju og hætta að lifa. Einnig hefur þú þann valkost að halda í lífið sama hvað gengur á, og þá verður þú að velja hvort þú telur þetta vera vandamál, eða hvort þú sættir þig við þig eins og þú ert og lifir eins og þér var áskapað, með kynvitund konu og kynfæri karls.


Hefðir þú getað gert eitthvað?

Bernska og unglingsár eru mun erfiðari fyrir fólk með kynáttunarvanda, en fyrir flest annað fólk. Ef þú værir í þeirri aðstöðu að vera með kynáttunarvanda, hefðir þú gert allt sem þú getur til að finna bara eitthvað hálmstrá að halda þér í.



.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----


Megi Ó-Frjálslyndi flokkurinn sæta atlögu meirihlutans gegn minnihlutanum.

2007-02-24

Stigagangurinn

Eftir reynslu næturinnar og föstudagskvöldsins ákvað ég að grípa til ráðstafana sem duga til að tryggja nætursvefninn. Ég tek það fram að þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem ég þarf að grípa til sérstakra ráðstafana til að tryggja næturfrið. Ég hef skrifað eftirfarandi orðsendingu og afhent öllum hlutaðeigandi aðilum.


Lokun vinstri gangs á fimmtu hæð.


Kæru íbóðareigendur/húseigendur,

í þessum stigagangi hafa sumir eigendur lagt í töluverðan kostnað við að bæta aðstöðu á salerni á fimmtu hæð til vinstri og voru það eigendur þeirra herbergja sem eru á ganginum vinstrameginn. Á hægri ganginum er ekkert gert fyrir það klósett sem þar er, og hefur það staðið ónothæft í a.m.k. þrjá mánuði. Ég undirrituð kenndi í brjósti um það fólk sem bjó á hægri ganginum því salernisaðstæður þeirra væru ekki fólki bjóðandi. Til stóð að lagfæra þessar salernisaðstæður en ekkert hefur gerst í því máli.

Nú gerist það stundum að á hægri ganginum eru haldin partí og þá langt fram yfir miðnætti þrátt fyrir að lög um fjölbýlishús segi að friður skuli vera að minnsta kosti frá miðnætti og til 07:00. Þetta veldur miklu ónæði þar sem veggir eru þunnir, en verstur er þó umgangur, hurðarskellir og ráp um vinstri ganginn.

Það er að mestu leyti ég undirrituð sem held gangi og salerni hreinu og geri það ókeypis. Umgangur og notkun á þessari aðstöðu er verulegur frá hægri ganginum vegna þess gestagangs sem er þar. Einnig vill ég nefna að ég leigi herbergið með aðgang að þessari salernisaðstöðu, og því hef ég kröfu á að fá þann aðgang sem ég borga fyrir.


Við sem búum á ganginum vinstra megin, munum bráðlega búa svo um, að eingöngu við komumst þangað inn. Það verður gert án frekari viðvörunar. Virðingarfyllst: Anna Jonna Ármannsdóttir.



.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----

Megi Ó-Frjálslyndi flokkurinn koma þurfandi að luktum dyrum.


Pirringur.

Í dag föstudag, lagðist ég í þann aumingjaskap að tilkynna mig veika í vinnunni. En auðvitað dauðsá ég eftir því. Mér hundleiðist heima hjá mér því ég get ekki bakað eða eldað eða skrifað á tölvu. Ofan á það bættist að eini vaskurinn sem ég hef aðgang að á sameiginlega baðinu var stíflaður. Það gengur ekki að vera veik heima og geta ekki þvegið sér eða þvegið upp matarílát sín.

Fram með vítissóda og hellti í niðurfallið, sannfærð um að þetta rándýra eitur myndi losa mig við stífluna rétt eins og það gengur að fjarlægja bletti í sjónvarpsauglýsingum. Síðan í rúmið að tilbiðja veikindin.

Þegar ég var orðin hressari og hafði lokið við að borða morgunmat, ýtti mín ýtti pirringnum til hliðar og ákvað að illu væri best aflokið og ákvað að ráðast á vaskinn af mikilli ákveðni, Þvílíkt ógeð!! Hreinsaði öll rörin í nýja fína vaskafatinu mínu, raða öllu saman aftur og prófa. Stíflan gaf sig ekki því hún var inni í veggnum, og nú langaði mig mikið frekar að fara að vinna heldur en að eiga svona veikindafrí.

Hringdi í húseigandann og hún lofaði að senda pípara. Ég heyrði hinsvegar ekki eitt einasta píp.


Eftir að hafa lesið blöð dagsins í dag og í gær tvisvar og hringt í vini og vinkonur fannst mér að ég hlyti að geta gert eina tilraun í viðbót við stífluna. Um meters langur stálþráður virtist hentugur til að renna inn í rörið og reyna að fjarlægja stífluna. Út kom sandur og allskonar viðbjóður beint ofan í fína vaskafatið mitt. Setja saman aftur og prófa, í þetta skipti láku rörin en stíflan var þéttingsföst. Þetta var um kvöldmatarleytið.


Ein vinkona mín kíkti við hjá mér og við ræddum hennar málefni. Síðan skutumst við út í búð þar sem ég keypti svokallaðan drullusokk. Þegar ég kom heim aftur, bólaði ekkert á pípara. Í mínum höndum réðist drullusokkurinn með offorsi á blásaklausann vaskinn. Gekk svolítið illa í fyrstu því þetta er smávaskur og því sullaðist nokkuð út á gólf. Svo að troða tusku í yfirfallsgatið. Fimm mínútum seinna hafði stíflan gefið sig.

Þá þurfti bara að þrífa.

Ég var rétt að ljúka við að þrífa þegar pólverjinn sem býr í herberginu skáhallt á móti mér, birtist með bakpoka. Hann benti á bakpokann sinn og sagði “work” á ensku. Síðan fór hann og kíkti á vaskinn, skrúfaði frá, og leit á nýja drullusokkinn minn, lyfti brúnum og sagði eitthvað á pólsku og kannski einhver ensk orð inni á milli. Ég skal taka það fram að þessi maður er ákaflega geðþekkur og vingjarnlegur og það er erfitt að vera með fýlusvip þegar hann er nálægt. Hann opnaði bakpokann og tók upp úr honum forláta drullusokk kyrfilega merktum eiganda sínum. Þó að ég skilji ekki orð í pósku þá skildi ég orðin “boss” og “work” og “one day”. Yfirmaður hans virðist náðarsamlegast hafa ákveðið að lána honum þettta hátækniviðundur í einungis einn dag, en merkt drullusokkinn kyrfilega svo hann rataði nú aftur til eiganda síns.


Seinna um kvöldið heyrðust háværar raddir ungs fólks sem var að skemmta sér hinum megin við þunnann vegginn. Reynsla mín af slíkum skemmtunum hafði kennt mér að það verður stöðug umferð af fólki frá hinum ganginum yfir á okkar gang til að nota salernið okkar megin. Okkar salerni er í lagi og ég sé um að halda því hreinu og í lagi, og sem þökk fyrir það þarf að halda mér vakandi og pirraðri helst alla nóttina.

Ég sá fram á erfiða og svefnlausa nótt, þar sem ég hefði engan frið í mínu eigin rúmi. Þá gafst ég upp og mætti í vinnuna um miðnætti. Það er þó allavega friður þar.


Ég er búin að upphugsa aðferð til að halda dyrunum að okkar gangi læstum jafnvel fyrir þeim sem hafa lykil. Þá er spurning hvort ég vilji taka áhættuna á að læsa mig úti. :)





.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----


Megi Ó-Frjálslyndi flokkurinn eignast fleiri drullusokka og læsa sig úti af alþingi.

2007-02-23

Vanhugsuð árás er sama og að tapa.

Vanhugsuð árás er sama og að tapa.

Á Barnalandi gekk fyrir sig umræða um það sem ég sagði í síðdegisútvarpi rásar 2 á RÚV um leiðréttingu á kyni. Einhver sem nefndi sig yucca hóf umræðu um þetta málefni og af öllum stöðum þurfti hún að velja Barnaland, rétt eins og þetta málefni ætti heima þar. Ég vill taka það fram að ég tel alls ekki að þessi málefni eigi neitt erindi á Barnaland.is og vill hérmeð mótmæla þessari staðsetningu.


Annars virðist þessi þáttur hafi komið við einhvern viðkvæman blett á sumum áheyrendum, því fullyrðingarnar sem settar voru fram um hvað ég sagði voru vægast sagt lygilegar, rangar, og sumar beinlínis upplognar. Með því að kalla mig fyrirbæri er ég gerð að einhverju sem er ekki mannlegt.


Gjörið svo vel að hlusta á þáttinn og lesa það sem datt út úr fólki á eftir. Hafið einnig í huga að hér er í flestum tilvikum um að ræða velgefið fólk sem hefur heila til að hugsa sig um. Hér á eftir fer nokkuð af þvi sem fólk lét hafa skriflega eftir sér: Sjá hér:


Yucca:

Að lifa sem hitt kynið - minnihlutaöfgar
Heyrði viðtal við karl eða konu á rás tvö í ríkisútvarpinu á dögunum.
Þá fannst mér kröfur minnihlutahópa ná nýjum og óþekktum hæðum.
Fyrirbærið var að missa sig yfir því að hún/hann mætti ekki skipta um nafn og koma fram sem hitt kynið í þjóðskrá, nafnaskiptum og öllu saman.
Og taka það fram ég er ekki að tala um einstaklinga eins og Önnu vélstjóra, sem skipti um kyn - gekk alla leið með það.
Nei, ég heiti Sigríður, en ég vil endilega ganga í karlmannsfötum, þá krefst ég þess að heita Jón, fá breytt nafni í þjóðskrá og alles?
Útskýrið það nú fyrir litlu börnunum - mamma mín heitir jón, nei hún er ekki með typpi eða neitt svoleiðis - hún vill bara heita jón !

Ég spyr bara: Hvort okkar er hitt kynið? ;)


SV: Að lifa sem hitt kynið - minnihlutaöfgar
Ég heyrði þetta í útvarpinu - gat ekki kannað málið þess vegna.
En fyrirbærið ætlaði að hala þing - þeirra sem voru sama sinnis -
já - þetta með persónuskílríki - nú eða búningsklefana í sundi - já, ég heiti jón, ég á að fara í karlaklefann - nú brjóstin og þetta dót þarna niðri - nei alveg sama ég á rétt á því að lifa sem karlmaður !!!
Manneskja sem er fúlskeggjuð, í peysu og gallabuksum með karlmannsrödd, má semsagt ekki lifa sem karlmaður vegna þess að einhverjir búnignsklefar úti í bæ eru fyrir karla eða konur. Come on!! Hvað nú ef það vantar hendur eða fætur á fólk ... Hættum að hugsa í stereótýpum!!
Ert:
Sko ef fólk þarf persónuskilríki með því nafni sem það notar og jafnvel með mynd eins og það lítur út þá ætlar það í klefa í sundi gagnstætt útliti kynfæra sinna. Augljóst mál, ekki satt Anteros? Ef fiskur þá geimfar.
Góð ábending um rökleysu. :) Má ég leyfa mér að bæta um betur: Ef fiskur þá geimferð. :)
BikBok
Æji, kommon. Ætlaði viðkomandi ekki í aðgerð, bara vera klæðskiptingur?
Allir sem skipta um föt eru klæðskiptingar samkævmt gegnsæi þess orðs. Virðum íslenska tungu og hendum þessu leiðindaorði.
Yucca:
Það er nefnilega málið sem ég furða mig á - mér er hjartanlega sama um hverjir kjósa að vera kæðskiptingar og hverjir ekki - en að heimta útgefin skilríki fyrir alter ego klæðskiptinginn - þá finnst mér flest vera orðið réttindamál

Gott þú nefndir það. Það er nú komið á listann ... :D


Ert:

Ég veit hver hefur barist hérlendis fyrir þessu máli og sá aðili hefur gengist undir kynskiptiaðgerð (TG-manneskja) þannig að ég leyfi mér að efast um orð þín um að þarna sé um klæðskipting að ræða þar til þú sannar að klæðskiptingur hafi komið í fjölmiðla að ræða þessi mál. Ég veit ekki til þess nokkur annar en viðkomandi hafi fjallað opinberlega um persónuskilríkja málið.

Þetta mikla hrós minnir mig á það þegar Sirrý og Co í þættinum Ísland Í Bítið, veittu mér hrós vikunnar vegna baráttu minnar í Danmörku fyrir sama málstað þar. Það tók okkur 10 ár að vinna en við unnum á endanu og lagabreytingin tók formlega gildi 1. apríl 2006. Ég heyrði því fleygt að um 60 þúsund manns hefðu notað tækifærið og breytt um nafn. ;) Þori samt ekki alveg að fara með það sem staðreynd. ;)


Síðan er vitnað í dæmi um útfyllingu á umsókn um nafnabreytingu sem ég skrifaði rúmu hálfu ári fyrr.


Sikana:

Já, þetta hlýtur að vera meira en óhagræði. Þegar fólk er búið að taka ákvörðun og er sátt við hana en bíður bara eftir heimild til að fara í aðgerð hlýtur að vera óþægilegt og særandi að þurfa daglega að útskýra nafn og mynd á persónuskilríki.
Ég hafði bara ekki hugmynd um þetta. Takk fyrir upplýsingarnar, þarf að kíkja á þetta blogg.

YESSSS !!! Enn ein manneskja sem fræðist á þessu þrönga sviði kynjafræðinnar. Þetta er ástæðan fyrir að ég held áfram að blogga. Persevernace – þrautsegja – úthald gerir kraftaverk. :)


Sikana:

Já, eins og konurnar sem ég minnist á hér fyrir neðan. Þær vildu ekki fara í aðgerð en ég held reyndar að það hafi verið vegna þess að þeim fannst aðgerðin ekki orðin nógu "þróuð" og áhættan of mikil, en ekki vegna þess að þær hefðu ekki hugsað sér að gera það einhvern tímann.

Hvað með að pressa fólk til að fara í aðgerð og láta það síðan sjá eftir því. Að fá einn dropa á ennið á sama stað er þægilegt en að fá miljón er bókstafleg pynding. Ef þú ert að standa þig að lifa í nýju kynhlutverki, og þarft samt að sannfæra fólk um að þú eigir greiðslukortið sem þú gengur með, ökuskírteinið, húsnæðið sem þú býrð í, börnin sem þú átt, skólann þeirra, maka þinn, að kennikortið þitt í vinnunni sé þitt og það truflar viðskiptavini þína og eða skjólstæðinga og þetta gerist oft á dag, í heilan áratug ....

Þegar hér er komið sögu er þetta ekki lengur smápirringur heldur mannréttindabrot þess ríkis sem neyðir þig til að bera áfram þau skilríki sem valda vandræðum fyrir þig oft á dag.

Þannig er hægt að pressa fólk í aðgerð sem það er þó ekki tilbúið í, og sem heilbrigðiskerfið er ekki tilbúið til að gera. Við þurfum að stoppa þessa pressu.


En spjallþráðurinn varð upplýstur og fólk vissi um hvað það var að tala. Frábært!!! Æðislegt!!! Upplýsingin virkar!!!


Að síðustu vill ég lýsa því yfir að hann Ert og hún Sikana hafi tekið á lyftistöng dagsins með upplýstri umræðu.


2007-02-22

Orðið TRANS.

Rós sem bæri annað nafn skrifaði Shakespeare þegar hann lét persónu sína velta fyrir sér yndislegum ilmi rósar og hvort ilmurinn væri jafn góður ef rósin héti eitthvað annað.

Hugtakið transgender spannar stóran hóp fólks sem hefur það eitt sameiginlegt að vera í óhefðbundinni stöðu með kyn sitt. Oft og iðulega berjast þessir hópar innbyrðis, hver og einn þeirra telur sig skyldugan til að uppfylla hluta af þeim staðalkröfum sem þjóðfélagið setur þegnum sínum. Aðrir þjóðfélagshópar gera samfélaginu kröfur um að breyta staðalímynd sinni. Ég tel að transgender fólk eigi einnig að setja samfélaginu kröfur um þær staðalímyndir sem mótar þegna þjóðfélagsins. Farvegur þeirrar breytingar er sá neikvæði áhugi á transgender fólki sem virðist gegnsýra þjóðfélagið. Tuttugu ár með Spaugstofunni þar sem allir leikarar eru karlmenn og um 40% af hlutverkum Spaugstofunnar eru kvenhlutverk. Því er orðið ómögulegt að gera grín að Transgender fólki með því einu að karlmaður leiki kvenhlutverk eða öfugt.


Þau sem hafa fengið leiðréttingu á kyni, eru kölluð skammaryrðinu kynvillingur eða skammaryrði sem er náskylt því. Því kom mér verulega á óvart þegar ég hafði verið í viðtali við fréttakonu RÚV sem gekk mjög vel og þar sem allt hafði verið útskýrt, að RÚV setur þetta skammaryrði sem fyrirsögn á viðtalið við mig.


Við vorum bara tvær í þessu viðtali, og ef ég á ekki að taka þessu persónulega, hvað segir það þá um fréttakonuna? Hennar vegna held ég að ég verði að taka þetta skammaryrði persónulega.

Daginn eftir viðtalið, miðvikudag 21. febrúar (í gær) 2007 birtist skopmynd í Blaðinu á síðu 12 sem mér fannst mjög fyndin og einnig gagnleg. Myndin tók fyrir notkun orðsisn trans í þekktustu myndum þess: transsexúal og transfitusýrur. Snúið var út úr orðunum og búin til ný orð og samhengi og teiknaðar fígúrur sem teiknaranum fannst passa við þetta. Ég tel að þessi mynd sé vatn á okkar myllu, sem viljum að orðið transgender verði notað sem víðast í íslensku. Við eigum að geta hlegið að okkur sjálfum og mér finnst að þessi skvísa sem teiknuð er á myndinni sé svo langtum flottari en ég verð nokkurntíma.


Teiknari Blaðsins hefur með umfjöllun sinni um orðið trans, tekið á lyftistöng dagsins.


2007-02-18

Frelsi fyrir suma, helsi fyrir restina.

Meint kynfrelsi kvenna á Íslandi virðist vera í hættu samkvæmt grein á vefsíðu Ungliðafélags Vinstri Grænna, vegna væntanlegrar innrásar klámiðnaðarins í Reykjavík og nágrenni. Nefnd grein tengir klámiðnaðinn við mannsal og þrælkun í vændishúsum vesturlanda. Sjónarhóll greinarinnar er kynferðisleg stéttarskipan, sem í mínum huga, er ekkert annað en kynkommúnismi. Í þessari hugmyndafræði er litið á karlastéttina sem burgeisana og arðræningja kvenstéttarinnar. Sumir tengja þessa stéttahugmynd við ídeólógíska hugmyndafræðilega kyngreinda stétt. Er þetta nokkuð annað en siðfræðileg afstæðishyggja, sem í raun er undir niðri er sammála andstæðingum sínum um að siðfræði sé afstæð, rétt eins og klámiðnaðurinn heldur fram.


Einn af fremri heimspekingum dana, Mads Storgaard Jensen lýsti, í gagnrýni sinni á siðfræðilega afstæðishyggju, afstöðu útilitarismanum, sem er náskyldur afstæðishyggjunni. Í gagnrýni sinni á útilitarismann (Dómadagsveislan 1995) setti hann sig í spor útilitaristans og spurði nokkurnveginn á þessa leið:


Væri það ekki frábært ef við værum öll, ljóshærðir, bláeygðir, gagnkynhneigðir, rétthentir, hægrisinnaðir,þjóðernissinnaðir,arískir, karlmenn?


Ég spyr: Værum við þá öll jöfn? Mitt svar er nei.!!


Strategían ætti að vera að henda afstæðishyggjunni á haugana, halda fast í absolutismann og hamra á grundvallaratriðum eins og mannréttindum og hvernig klámiðnaðurinn vinnur gegn þeim. Í staðinn fyrir að mótmæla þessari ráðstefnu, ættu þessir flokkar að nota hana til að vekja athygli á að hann þrífst að mestu leyti á skerðingu kynfrelsis.



.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----


Megi Ó-Frjálslyndi flokkurinn verða einvalalið ljóshærðra, bláeygðra, gagnkynhneigðra, rétthentra, hægrisinnaðra,þjóðernissinnaðra,arískra, karlmanna.


2007-02-17

Transgender Hópur á Íslandi.

Einu sinni fyrir langa löngu í Danmörku voru samtök er nefndust Fi Pi Epsilon. Þessir þrír bókstafir gríska stafrófsins minna á einhverja bandaríska menntaskólaklíku eða háskólaklíku. En bókstafirnir voru einnig skammstöfun fyrir Freedom of Personal Expression í merkingunni Frelsi til Persónutjáningar eða Persónutjáningarfrelsi. Þetta voru samtök fyrir aðallega karlmenn sem klæddust kvenfötum. Nýir meðlimir voru einungis teknir inn í samtökin eftir viðtöl við vissa háttsetta meðlimi. Sérstaklega tók ég eftir einum meðlimi en hún hafði verið glæsilegur karlmaður í Danska Flughernum en ákvað að gerast heimavinnandi húsfaðir þarsem eiginkona hans hafði háar tekjur. Á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar gekk Michel í kvenfötum þegar það varðaði við lög. Michel og fleiri höfðu verið handteknir fyrir þá sök eina að líta út eins og konur. Það stigma sem skapaðist með lögreglulögum síðustu aldar er enn við lýði í dag. Tilvera okkar og fræðsla um þessi málefni, hefur mikil áhrif í rétta átt.


Þetta stigma er þess valdandi að fólk á erfitt með að taka á flóknum kyngerfum á eðlilegan hátt. Einmitt fólk sem er undir hælnum á þessu stigma (stigmatized) getur átt enn erfiðara með að bregðast við kyngerfum annarra og sérstaklega ef þau eru stigmatized. Þessi félagslegi þáttur er þess valdandi í dag og var þess valdandi að meðlimir í FPE vildu alls ekki fá samkynhneigða inn í sín samtök og þau sem ætluðu í raun fá leiðréttingu á kyni sínu, máttu alls ekki gefa neitt slíkt í skyn, því annars yrði þeim sparkað úr FPE.


Önnur samtök höfðu svipaða stefnu. Samtökin Tiresias sem voru samtök fólks sem vildi leiðréttingu á kyni sínu, vildu hvorki sjá homma. lesbíur, transgender, eða aðra stigmamerkta minnihlutahópa.


Það var um 1993 eða 1994 að ég ásamt fleirum kom að samtökunum Tiresias í dauðateygjunum. Við byrjuðum á að athuga hvort hægt væri að lífga samtökin við. Við komumst fljótt að því að galli væri á lögum félagsins, þannig að þó að stjórn félagsins hefði sett sig sjálfa frá völdum með því að boða ekki til aðalfundar sem henni þó var skylt skv. félagslögum, var ekki hægt að boða til fundar og skipa nýja stjórn.


Það var farið að athuga með að stofna nýtt félag og nafn á það. Nokkrar tilraunir voru gerðar en þær runnu út í sandinn árin 1994 og 1995. Á þessum tíma kynntist ég fólki sem hafði nokkur kynni af hvernig danska kerfið virkaði gagnvart fólki sem þarf leiðréttingu á kyni.


Gitte Poulsen var ein af þessu fólki. Hún hafði ranghugmyndir um lífið og tilveruna var og töluvert sérstök. Samt sem áður hafði henni tekist að fá leiðréttingu á nafni sínu á mörgum stöðum í kerfinu. Hún vildi óð og uppvæg sýna mér allt sem hún hafði gert á þessu sviði og þau bréf sem hún skrifaði til yfirvalda. Dugnaður hennar og áræði fékk mig til að hugsa um hvað aðrir væru að gera. Fólk sem þekkti hana lítið sem ekki neitt, hæddist að henni og gerði lítið úr henni. Þetta sama fólk hafði ekki hugmynd um að henni hafði tekist að gera hluti sem þeim hafði ekki einusinni dottið í hug. Það var hún sem sýndi mér hvað er hægt að gera ef viljinn er fyrir hendi, jafnvel þau sem ganga ekki heil til skógar.


Hún sýndi mér bréf sín til yfirvalda og ég byrjaði að bera þau saman við lög og reglugerðir landsins. Þarna byrjaði ég að lesa lögfræði. Ári seinna þótti mér nokkuð ljóst að brotið væri gróflega á stjórnsýslululögum og mannréttindum þessara hópa hvað varðar aðgengi að réttarkerfinu.


Innan þessara hópa var hræðsla og andstaða jafnvel meðal menntafólks, gegn beinskeyttri og lagalegri réttindabaráttu. Afstaðan var sú að við ættum að vera þæg annars yrði okkur refsað með því að skerða enn frekar þau fáu réttindi sem við höfðum. Ég átti erfitt með að leyna fyrirlitningu minni á þeim heigulshætti sem þessi hugsun lýsti og fyrir það eignaðist ég óvini sem ég hefði heldur viljað starfa með.


Árið 1997 stofnuðum við samtök í Kaupmannahöfn, sem dóu stuttu seinna.


Samtímis þessu hafði ég verið ansi ötul við að kvarta til Umboðsmanns danska Þingsins, bæði á eigin vegum og einnig á annarra vegum. Fram til þessa höfðu verið háværar raddir sem sögðu að vandamál okkar væru engin, þau byrjuðu að skoða málið og mörg þeirra snérust og skiptu um skoðun á því. Ekki ein einasta af kvörtunum okkar bar árangur, en þær voru allar semdar til umfjöllunar hjá danska Dómsmálaráðuneytinu. Þegar þeir höfðu haft fjölmörg mál til umfjöllunar, hættu þeir að segja að vandamálið væri ekki til. Þá kom nýtt hljóð í strokkinn. Nú var vandamálið til en það var ekki Dómsmálaráðuneytisins að leysa það, heldur vísuðu þeir til réttarlæknaráðsins (sem í raun er er yfir dönskum dómstólum en hefur þó ekki ábyrgð á dómum)

og einnig til danska Þingsins.


Þann 9. ágúst 2002 tókst okkur að stofna félagið trans-danmark.dk eftir mikla undirbúningsvinnu mánuðina á undan. Jafnvel innan þessa félags, skorti skilning á málefnum okkar. Ég fór í áróðursherferð innan félagsins þar sem ég sagði meðal annars frá því hvernig slæm réttarstaða mín kemur ekki bara niður á okkur heldur á börnunum okkar.


Sagan var að dóttir mín hafði sparað vasapeningana sína saman svo hún gæti keypt sér farsíma. Mikil var tilhlökkunin þegar við gengum inn í verslun Orange í Álaborg. Við keyptum borguðum og skrifuðum undir. Allt í einu kom það í ljós að þar sem hún var ekki fjárráða varð ég að skrifa undir samninginn. Það var allt í lagi, ég setti nafnið mitt og danska kennitölu og þeir sögðu að það tæki eingöngu einn daga að tengja símann.


Síðan liðu einhverjir dagar og Orange segir að síminn verði tengdur bráðlega. Eftir um 10 daga hafði ég misst þolinmæðina, og byrjaði að grafast fyrir um hversvegna síminn væri enn ótengdur og hvenær þeir ætluðu að klára það. Í ljós kom að þrátt fyrir að dönsk lög bönnuðu símafélögum að skrá áskrifendur með kennitölu, höfðu þeir notað kennitöluna til að slá upp í þjóðskránni sem sýndi skírnarnafnið mitt. Ég hafði hinsvegar skrifað nýja nafnið mitt. Þeir neituðu að tengja síma dóttur minnar sem hún hafði borgað meg eigin fé, vegna þess að nafni mínu hafði ekki verið breytt í þjóðskrá. Þetta þótti mér algerlega fáránlegt og þegar fólk heyrði þessa sögu, rann upp fyrir þeim að nafnið okkar er ekki bara eitthvað sem skráð er í rykugar gagnahirslur.


Maðurinn minn hafði oftar en einu sinni og oftar en tvisvar beðið mig um að giftast sér og langaði að hafa það á sama degi og foreldrar hans giftu sig en það var 02.02.1952. Hann langaði að giftast 02.02.2002 en við höfðum sett upp hringa klukkan 00:00 á gamlárskvðld/nýjársnótt áramótin 199/2000. Þar sem ég hafði ekki fengið leiðréttingu á kyni og nafni í þjóðskrá, hefði aftur komið upp sú staða að ekki væri hægt að fylla út pappíra með mínu nafni réttu. Ef prestur og yfirvöld hefðu samþykkt að nota núverandi nafn mitt, hefði orðið af brúðkaupinu, en okkur hefið verið gert að skilja samkvæmt danskri lagahefð þegar formleg leiðrétting á mínu kyni og nafni næði fram að ganga. Á þennann hátt var okkur í raun meinað að giftast.


Á meðan ég stóð í þessari baráttu, var margt fólk sem bara lúffaði og lét mótmælalaust fara svona með sig. Þetta fólk byrjaði að hugsa sig um. Þau hættu að láta valta yfir sig, mótmælalaust.


Um það leyti sem félagið trans-danmark.dk var að undirbúa tillögu að breytingu á lögum um mannanöfn, fékk ég tilboð um vinnu í Færeyjum þar sem maðurinn minn er færeyingur. Ég fór og yfirgaf alla þessa baráttu til að gera við tölvur í meðal annars færeyskum fiskiskipum. Þar á eftir fengum við okkur aligæsir og andarunga og þetta var stórkostlegur tími með mikilli náttúru, fátækt, fuglum, bakstur, sláturgerð, heyskap, sauðfé, og áhyggjur.


Nú er ég aftur á mölina í mestri nánd og firrð. Aftur er fólk sem gjarnan vill styðja okkur, en við fræðum þau ekki nóg um hver staða okkar er. Enn einu sinni lúffum við í staðinn fyrir að rétta úr bakinu og standa með okkur sjálfum. Þetta er alls ekki auðvelt, en við erum ekki ein. Við erum aldrei ein.

2007-02-14

Fundur um stofnun félags transgender fólks.

Í morgunblaðinu 13. febrúar 2007 var grein um mig og um fyrirstandandi stofnun félags transgender fólk. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Samtakanna 78 þann 15. febrúar kl 20:00 .


.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----


Megi Ó-Frjálslyndi flokkurinn halda tilgangslausa fundi.

2007-02-13

Enn eitt vændishús rænt á Vesterbro í Kaupmannahöfn.

Í gær greindi fréttastofa Ritzau frá að karlmanni hefði verið hópnauðgað, en kom síðan með þá útskýringu að í raun væri ekki um karlmann að ræða heldur kvenmann sem hefði kannski einhverntímann verið karlmaður. Með fleiri útskýringum um að hún var frá thailandi og vann í vændishúsi því sem nauðgununín átti sér stað í, útskýringum sem hefðu getað verið í besta Monty Python stíl, ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að hún varð fyrir hópnauðgun 4 karlmanna vopnuðum hnífum og hafnarboltakylfum. Árásin átti sér stað á Oehlenschlægergade á Vesterbro.

Í dag greinir Ritzau frá að í gær hafi verið ráðist á vændiskonu og henni hópnauðgað. Nú þegar Ritzau fengið vilja sínum framgengt að selja fréttina, er allt í lagi að segja fréttina án þess að gera grín að fórnarlambi kynferðisofbeldis.


Snemma mánudagsmorgunn var enn ein árásin á vændishús á Vesterbro í þetta skipti í Dannebrogsgade. Þar greinir Ritzau frá að aftur havi verið um 4 menn að ræða með hnífa og hafnarboltakylfur og lýsingin passar nokkurnvegin við þá fyrri. Rænt var peningum, farsímum, tölvu og stafrænni myndavél.


Í báðum ránunum hurfu mennirnir en í seinna skiptið virðast þeir hafa ekið brott á bíl.


Mér þykir nokkuð ljóst hvað er að gerast þarna. Rokkarahópar eins og Hells Angels, Bandidos, og aðrir taka svokallað verndarfé af þessum stöðum og einnig taka þeir um hálfa milljón í húsaleigu á mánuði. Þegar Vændishús telja sig ekki þurfa að borga verndarfé eða vilja ekki leigja hjá þeim, fá þeir einhverja misyndismenn til að fremja árásir eins og þessar.


Það sést best á hvernig þetta er skipulagt og hversu lítið þeir bera úr býtum. Sunnudagsmorguninn höfðu þeir um 4000 DKK upp úr krafsinu. Mánudag eitthvað minna og svo dót sem hægt er að selja. Þetta eru smápeningar, miðað við það að þeir eru fjórir og að þeir eru að taka áhættu. Ef þetta væru smákrimmar eða dópistar sem eru orðnir aðfram komnir eftir næsta fixi, þá myndu þeir ekki ganga svo skipulega til verks og síðan hverfa af vettvangi. Líklega eru einhverjir af þessum stóru hópum á bak við þetta og sem skipulegga þetta og stjórna misyndismönnunum.



.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----

Megi Ó-Frjálslyndi flokkurinn láta sig hverfa.

2007-02-12

Hot Dam The Woman Is A Man

Samkvæmt Fréttablaðinu varð transkona fyrir árás, síðustu helgi. það mun hafa verið 4. febrúar 2007. Ég skrifa ði grein um það og nokkrar aðrar sem tengjast kynferðisofbeldi. Einhverjum fannst þetta fyndið , en þó ekki sjálft ofbeldið.


Ég velti fyrir mér hvort karlmaður í þeirri aðstöðu sem getið var um í fréttinni geti ómögulega stoppað, lyft brúnum, sagt “Nei takk en sama og þegið” og síðan labbað út. Hvort eitthvað eðlilegt sé við það að reyna að drepa konu bara vegna þess að hún sé transkona?


Dúettinn Hot Dam sem kom fram í þætti Jóns Ólafssonar og flutti lag um ofbeldismanninn. Þeir eru tveir af meðlimum Brain Police. Hér er textinn eins og hann hljómaði beint úr imbakassanum:


Hot Dam The Woman Is A Man

This is a story

about a man I know

once he'd found his lust for women

knoweth you where he'd wanna go


But there are rules to follow

few you just can't break

once that got round

he made a big mistake.


Hot Dam The Woman Is A Man

Hot Dam The Woman Is A Man


He called up a house of lust

ordered a five foot two

but to his surprise yeah

this lady was a dude.


He said you cant imagine

not even want to see

what a five foot two can do

to a man like me.


Hot Dam The Woman Is A Man

Hot Dam The Woman Is A Man


Hot Dam The Woman Is A Maaaaaaaa ah ah an

Hot Dam The Woman Is A Man ye heah


The story ain't over yet

about mister F

he found himself behind closed doors

and didn't know what was next


This girl said come in through the back door

he was ready but way to quick

he reached out and found her thing

it was a licking stick.


Hot Dam The Woman Is A Man

Hot Dam The Woman Is A Man


Þetta er flottur texti og ég er alveg sátt við hann. Hann segir söguna með vissri fjarlægð og hæðni, gengur ekki of langt en er aldrei gildishlaðinn.





.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----

Megi Ó-Frjálslyndi flokkurinn loka bakdyrum sínum fyrir Nýja Aflinu.

2007-02-11

Lyftistöng Dagsins

Betra er seint en aldrei. Pönkarinn skrifaði fyrir svolitlu síðan um meint grín múrsins um kynferðisofbeldi :


Hinsvegar ættu systkinin að vita að það kann ekki góðri lukku að stýra að draga fórnarlömb kynferðisofbeldis inn í grín. Alveg sama hvernig það er matreitt.”


Það má skoða þessa setningu í samhengi þeirra nauðgana og árása sem hafa átt sér stað síðustu vikuna.

Með þessu hefur pönkarinn tekið á lyftistöng dagsins.


Hópnauðganir

Í Politiken.dk getur að líta frétt um hópnauðgun sem gerðist í morgun og kom á vefinn 11. feb 2007 kl. 12:50. Í þessari skrifuðu stundu kl. 14:14 er hún mest lesna fréttin á politiken.dk. Það sem fær fólk til að lesa fréttina er að fórnarlambið er gert að karlmanni og hún er kölluð hann eins og ég hef skrifað um áður. Það er ekki það, að henni er nauðgað af hópi ofbeldismanna. Ef fréttin hefði verið að konu hefði verið nauðgað, af hópi ofbeldismanna, hefði hún aldrei náð forsíðu blaðanna.


Það er fréttastofan Ritzau sem stendur fyrir þessum fréttaflutningi, en það er alþjóðleg fréttastofa sem selur fréttir um allann heim. Mér sýnist að hér sé verk að vinna fyrir TGEU samtökin en það eru Evrópsk regnhlífarsamtök transgender félaga.


Segja má um Ritzau að fréttastofan sýni að einu leyti fórnarlambinu enn meiri óvirðingu en árásarmennirnir því þeir réðust “bara” á líkamlegt kyn hennar og misþyrmdu henni þannig. Þær árásir eru búnar og nú er hún að jafna sig. Fréttastofan ræðst hinsvegar á sál hennar sem konu og gerir hana að engu. Það er enn ein árásin. Síðan er þessi fimmta niðurlæging sýnd á jp.dk, pol.dk, bt.dk, eb.dk og annarsstaðar. Sú niðurlæging tekur við af hinni og heldur áfram næstu vikur og jafnvel mánuði.


Ég ætla ekki að taka óbeinan boðskap Ritzau til mín, um að við eigum bara að vera þakklátar fyrir þá lítilsvirðingu sem nauðgun er, því hún tekur þrátt fyrir allt enda.

Hópnauðganir, árásir, grýtingar og morð.

Í Politiken.dk í gær gat að líta frétt einnig frá Ritzau um hópnauðgun á þremur ítölskum konum í Afríska eyríkinu Cap Verde (hvað heitir það á íslensku). Þessi frétt er í skrifaðri stund, fjórða mest lesna útlandafréttin.


Yfirskriftin var: Tveir Ítalskir túristar grýttir til dauða.


Í yfirskriftinni var kynið og kynferðislegar misþyrmingar óviðkomandi yfirskriftinni. Síðan getur að líta í greininni: “Samkvæmt Agnese sem er 17 ára og lifði ein árásina af, sprautuðu árásarmennirnir einhverjum óþægilegum úða á þær, síðan var þeim gert ómögulegt að hreyfa sig, síðan voru þær dregnar inn í skóginn þar sem gröf hafði verið grafin. Þar var þeim kynferðislega misþyrmt og svo voru þær grýttar.”



.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----

Megi Ó-Frjálslyndi flokkurinn kæra hópnauðgun Nýs Afls.

Blogsafn á Íslensku.

Nýtt íslenskt Blogsafn.
Nýtt safn af færslum og greinum af blogginu. Hér sérðu allar nýjustu færslurnar í íslenska bloggheiminum. Einfalt og fljótlegt.

Ekkert mál að bæta þér við, þú þarft bara að nota bloggkerfi sem notar RSS feed, t.d. wordpress, blogspot, og flest önnur blogkerfi, og öll almennileg blogkerfi (ekki blog.is eða blog.central.is) .

Bastøy

Í Noregi er eyja á Oslofirðinum nefnd Bastøy. Frá um 1900 og til 1970 var rekið þar upptökuheimili fyrir drengi sem ekki þóttu hæfir annarsstaðar, því þeir töldust óalandi og óferjandi. Þegar þessi eyja er nefnd við fullorðna menn sem ólust upp á þessum tíma, fer kuldahrollur um þá vegna þess hryllings sem þar viðgekkst. Í Noregi voru rekin um 200 upptökuheimili.


Breiðavík er langt frá að vera einsdæmi, og það er fáviska að fordæma það sem gerðist þar, án þess að fordæma sögu okkar sem þjóðfélags.


Einmitt fordæmingin er enn eitt dæmið um þá hugmynd um að við lifum á hinum bestu tímum allra tíma. Að við séum bestust og upplýsustustustustust og frábærust. Að allt annað sé ekki hipp og kúl. Þessi hugmynd er í ætt við hugmyndina um að jörðin sé flöt og hugmyndina um að jörðin sé miðpúnktur alheimsins, að homo sapiens sé fullkominn og æðsta sköpunarverk guðs.


Hvað mun fólk segja um okkur eftir 30 til 40 ár? Verðum við fordæmd fyrir náttúruspjöll, eða fyrir meðferð okkar á eyturlyfjaneytendum, eða fyrir fangelsi og refsingu? Ekki veit ég hvað verður, en það sem er hér og nú, það vitum við öll. Við vitum að þegar við tröðkum á þeim sem lægst settu og þeim sem minnst mega sín, þá erum við að fremja óðæðisverk.




.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----



Megi Ó-Frjálslyndi flokkurinn safna að sér enn fleiri óalandi og óferjandi meðlimum.

2007-02-10

Drag Drottning sigraði í dönsku Evróvision keppninni.

Lögin í dönsku Evróvision keppninni voru eins og venjulega, en fatsstíllinn var úr rokkheiminum.


DQ alias Peter Andersen, gaf allt sem hann átti í stærðar fjaðurskrúði sem diva og Drama Queen eins og lagið heitir.


Hann fékk bestar móttökur frá áhorfendum, sem stóðu með honum til loka. Sjónvarpsáhorfendur voru einnig hrifnir og gáfu honum nægilega mörg atkvæði til að vinna. Keppninni lauk kl 21:02 að íslenskum tíma í dag 10. febrúar 2007.


Þarmeð verður DQ fulltrúi Danmerkur við alþjóðlegu sönglagakeppnina í Helsinki í Finnlandi, en síðasta ár voru það finnsku Lordi sem unnu mikinn sigur.




.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----



Megi Ó-Frjálslyndi flokkurinn ganga í háhæluðum stillettum í hvalfjarðargöngunum.


Money, money, money ..

Hef verið að versla með verðbréf síðan í október í gegn um bankann minn. Samtímis byrjaði ég að spara og lagði mestanhluta af laununum mínum í íslenskan hlutabréfasjóð.

Keypti í október 2006 í Bakkavör á genginu 60,80 IKR og seldi í enda janúar 2007 á 66,30 IKR. Seldi allt í íslenska hlutabréfasjóðinum með svolitlum hagnaði. Ég held að gengi íslensku krónunnar fari að falla bráðum svo ég breytti sparnaðinum í erlendan hlutabréfasjóð.

Stuttu seinna keypti ég hlutabréf í norska fyrirtækinu Tandberg. á genginu 112,75 og nú er það komið í 117. Samkvæmt spám á það að ná genginu 135. Nú þegar íslenska krónan styrkist er ég að tapa. Var ég að gera vitleysu?



.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----


Megi Ó-Frjálslyndi flokkurinn leggja aleiguna í verðlaus verðbréf.


Hin kristnu viðmið Miðflokksins færeyska.

Í dag valdi Karsten Hansen að ganga í færeyska Miðflokkinn. Í viðtali við færeyska útvarpið í dag sagði hann að það væru kristnu gildin sem hann leggur áherslu á og það finnur hann í Miðflokknum. Formaður Miðflokksins, Jenis av Rana, ásamt þingmanni flokksins Bill Justinussen, buðu hann velkomin í flokkinn. Í viðtali við dagblaðið http://sosialurin.fo/ í dag 9. febrúar 2007: “Eg hef sleppt pólítíska takinu og g ég veit alls ekki hvernig þetta endar.”

Hann ætlar að aðstoða við að stofna Miðflokksfélag í Klaksvík en þar eru um 30 mismunandi trúfélög í um 5 þúsund manna byggðarlagi. Babtistar eru margir þar og það er Karsten einnig sjálfur. Karsten Hansen er þriðji þingmaður Miðflokksins. Ég hef áður sagt að með útgöngu sinni úr Þjóðveldisflokknum, hafi hann framið pólítískt sjálfsmorð. Formaður Þjóðveldisflokksins, Høgni Høydal, sagði við þessi tíðindi að af öllum flokkum þætti honum verst að Karsten skyldi hafa gengið í Miðflokkinn. Ennfremur sagði hann að í Þjóðveldisflokknum væri pláss fyrir alla og allar trúarskoðanir.

Stjórnarsamstarf Þjóðveldisflokksins og Miðflokksins ásamt Íhaldsflokknum varði fram í janúar 2004, þegar Annfinn Kallsberg þáverandi lögmaður Færeyja sagði öllum ráðherrum Þjóðveldisflokksins upp. Hingað til hefur gilt vopnahlé á milli þessara flokka, en með orðum sínum hefur Høgni Høydal sagt pólítiskt stríð á hendur Miðflokknum og þá sérstaklega fyrrverandi flokksbróður sínum og samstarfsmanni. Karsten Hansen er bráðum búinn að vera í færeyskri pólítík.



.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----

Megi Ó-Frjálslyndi flokkurinn sigra kosningabaráttu í helvíti.


Tvöföld siðferðiskreppa þjóðarsálarinnar

Síðustu dagana hafa sjónvarpsáhorfendur séð viðtöl við marga menn sem höfðu dvalist á drengjaheimilinu á Breiðuvík. Við höfum fengið innlit í það harðræði sem þeir voru beittir, og hversu afskiptir þeir voru. Það sem hinsvegar hefur vakið mestan óhug er það gífurlega ofbeldi sem varð iðkað þarna og þá ekki síst kynferðislegt ofbeldi. Þar á meðal nauðganir. Eins og einn viðmælenda kastljóss komst að orði: “Þetta voru uppeldisaðferðir síns tíma.” Sá sálfræðingur sem gerði skýrslu um málið áleit að það væri drengjunum fyrir bestu að flokka skýrsluna um barnaheimilið, sem trúnaðarmál. Hann sagðist vilja hlífa drengjunum við að verða stimplaðir sem Breiðavíkurdrengur og að það gæti fylgt þeim allt lífið. Einmitt þetta finnst mér vera kjarninn í þessu máli.


Þjóðfélag okkar stimplaði börn. Hvað með að horfast í augu við það.


Í staðinn ætlar Ríkisstjórn og fleiri aðilar að “Bregðast við málinu”. Þessi heigulsháttur okkar við að viðurkenna fyrir sjálfum okkur sem þjóð, að það sem við gerðum var rangt. En nei auðvitað gerum við það ekki. Okkur dytti ekki í hug að viðurkenna slíkt.


Í dag gerum við einnig allt RÉTT (TM).


Þau okkar sem lásu ævintýrið um Gosa (Pinoccio) eða sáu kvikmyndirnar byggðar á ævintýrinu, vita að slæmir drengir þeir áttu ekkert betra skilið en að breytast í asna (doney) vinnudýrið sem alltaf var farið illa með.


Ef við ætlum sem þjóðfélag að standa við skoðanir okkar og gerðir, ættum við að segja: Við gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum, við tókum verstu strákana og settum þá á versta staðinn.


Við þurfum að byrja á að viðurkenna að stundum er ekki hægt að gera það sem er RÉTT (TM) heldur þarf að grera það sem er minnst rangt. Það er einhver meinloka í þjóðarsálarinni, sem fær okkur til að benda á barnaheimilið á Breiðuvík og svartholið þar. Vandamálið er hinsvegar annarsstaðar. Það var í barnaverndarnefndum og á hærri stöðum.


Áróðursmyndin um Barnaheimilið, barnaverndarnefndir í Reykjavík og annarsstaðar, töluðu máli valdsins, ekki fjölskyldnanna og barnanna sum þau gerðu að fórnarlömbum sínum.


Þetta á að verða okkur dýrkeyptur lærdómur í að hreykja okkur ekki svo hátt að við heyrum ekki neyðarhróp þeirra sem við troðum fótum.





.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----


Megi Ó-Frjálslyndi flokkurinn enda sem pólítiskt svarthol sem sogar allt til sín sem kemur nálægt því og sleppir engu frá sér, ekki einu sinni ljósinu.


2007-02-09

Bjartari tímar framundan.

Dómsmálaráðherra hefur greinilega þörf fyrir að hafa vit fyrir fullorðnu fólki, því hann synjaði vinkonu minni um nafnabreytingu. Just jú veit mister Björn, just jú veit. Nú kvörtum yfir Birni Bjarnasyni Dómsmálaráðherra send til umboðsmanns Alþingis og því er fargi af mér létt. Enn er eftir pappírsvinna. Þegar svar kemur frá Umboðsmanni, verður hellingur að gera í að greina stöðuna.

Varðandi þessa réttarbaráttu okkar langar mig að vekja athygli á að hægt er að gera hana á fleiri en einn hátt. Valdið er nefnilega þrískipt þó að framkvæmdavaldið (ríkisstjórnin ) hafi tekið sér óhóflega mikil völd miðað við löggjafarvaldið og dómsvaldið. Við einbeitum okkur að dómsvaldinu. Með öðrum orðum við stefnum í málaferli gegn Dómsmálaráðherra. Stuðningur við það væri vel þeginn. Aðrir einbeita sér að löggjafarvaldinu og styðjum við þegar við þau.

.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----


Megi Ó-Frjálslyndi flokkurinn sitja í ríkisstjórn Surtseyjar.

2007-02-08

Er fréttablaðið með transfóbíu?

Er að velta fyrir mér hvort ritstjórnarsiðferði Fréttablaðsins taki slíka afstöðu frá transgender konunni, að hún taki siðferðilega afstöðu með ofbeldismanninum sem reyndi að myrða hana. Upp vakna margar spurningar varðandi þá siðferðisvitund sem liggur að baki. Kannski er þetta bara ómeðvituð transfóbía.

.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----

Megi Ó-Frjálslyndi flokkurinn verða lyginni líkastur.

2007-02-07

Þegar bent er á tunglið horfir fíflið á fingurinn

Á forsíðu fréttablaðsins í dag (7. febrúar 2007 37. tölublað, 7. árgangur) er frétt um misheppnaða morðtilraun á transgender konu. Átti það að hafa gerst aðfaranótt sunnudags. Morðtilraun er alvarlegt mál sama hver aðdragandinn er. Eins og með svo mörg önnur ofbeldisverk, þekktust gerandinn og fórnarlambið. Af greininni að dæma, hefði hún dáið ef hún hefði ekki getað varið sig.




Yfirskrift fréttarinnar var hinsvegar sjónarhóll gerandans. Það er undarleg blaðamennska að skrifa þannig að lesandinn er settur í fótspor gerandans. Ég get ekki annað en undrast, hvaða siðferðisvitund liggur þar á bakvið.



Ég þykist viss um að fólk sem er öruggt með sig og sína kynvitund, þykir sér ekki ógnað af transgender fólki. Ég þykist viss um að þarna hafi verið á ferðinn ofbeldishneigður og óöruggur karlmaður með lítið sjálfsmat. Hann á mína meðaumkvun að vera ekki meira karlmenni en þetta.



.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----


Megi Ó-Frjálslyndi flokkurinn safna að sér óalandi og óferjandi meðlimum.

2007-02-06

Ne bis in idem – aldrei tvisvar fyrir það sama.

Þegar fréttir bárust af að Ríkisskattstjóri hefði neitað Ríkissaksóknara um upplýsingar sem hann krafðist, varð ég hissa, verulega hissa. Mér hafði aldrei komið til hugar að einhver innan kerfisins, myndi segja nei við ríkissaksóknara. Baugsmálinu lauk hinsvegar opinberlega með úrskurði Hæstaréttar þann 26. janúar 2007.
Ég varð einnig mjög hissa þegar Ríkissaksóknari samdi ákærur sínar að nýju, og ætlaði aftur að rétta yfir Baugsmönnum. Það er ótrúlegt að Ríkissaksóknari láti sér detta í hug að reyna þetta, hvað þá að reyna að ákæra þrisvar fyrir sömu sakir og láta Hæstarétt skera úr um málið tvisvar. Það er einnig ótrúlegt að Hæstiréttur láti hafa sig að fífli í þessu mál, því samkvæmt stjórnarskránni, er einungis leyfilegt að rétta einusinni í máli.

Sú stofnun sem standa á vörð um réttaröryggi í landinu hefur brugðist skyldu sinni. Dómsmálaráðherra ber ábyrgð á þessu og ber að axla þá ábygð og taka afleiðingunum.

2007-02-05

Tímarugl.

Hvernig dettur fólki eiginlega í hug að endurrita ævir transgender fólks, þannig að þátíð verði nútíð og nútíð verði framtíð? Einungis á þennan hátt er hægt að við séum nú það sem við gætum hafa verið einu sinni, og séum verðandi það sem við erum. Ég ER kona sem VAR karl. Púnktur.

2007-02-03

Ljósleiðaravædd Landsbyggð.

Í þessum pistli langar mig að kíkja svolítið á samkeppni í fjarskiptaheiminum og til þess langar mig að nefna það þegar sæstrengurinn Cantat-3 var eini strengurinn til landsins. Á þessum tíma var Síminn það fyrirtæki sem önnur fyrirtæki þurftu að skipta við til að fá netsamband til útlanda. Eitt af þessum fyrirtækjum var Fjarski sem nú er dótturfyrirtæki Landsvirkjunar. Þegar tengja átti net Fjarska við útlönd, þurfti að fá samband frá Reykjavík til Vestmannaeyja, þar sem tengjast á í sæstrenginn. Fjarski fékk tilboð í slíka tengingu frá Símanum upp á svo og svo margar milljónir á mánuði. Fjarski tók ekki tilboðinu en ákvað að leggja eigin streng og þegar strengurinn hafði verið lagður, hafði Síminn lækkað verð sitt um 50 % af því upprunalega.

Annað dæmi er af vestfjörðum. Snerpa hefur þjónað þessu svæði með þráðlausum tengingum, en nýlega kom Síminn þar og býður nú ADSL tengingar en ekki sama hraða og t.d. í Reykjavík. Þar fær fólk helminginn á fullu verði. Hólmvíkingar eru því að borga tvöfalt verð miðað við Reykvíkinga, fyrir sömu þjónustu frá Símanum.


Samkeppni er mikilvæg. Eini aðilinn sem býður ljósleiðaratengingar milli staða, er Síminn og er Snerpa að leigja þeirra línur á rándýru verði, þannig að ekki er hægt að auka bandbreidd til viðskiptavina.

Þeir rækta markaðinn á þessu svæði, en geta ekki boðið ADSL þjónustu vegna þess að eigandi símakerfisins

er Síminn og þar er verðið hátt. Hinsvegar er verðið annað þegar Síminn fór sjálfur að bjóða þessa þjónustu.


Þróunin á Vestfjörðum er hinsvegar á þann veg, að fólki fækkar og Síminn virðist vera einráður á þessum markaði. Gæði og verðlagning á netsamböndum eru eftir því. Sveitarfélög virðast hafa mjög veika samningsaðstöðu til að búa í haginn fyrir almenna samkeppni á þessum markaði.


Eitt af lykilatriðum sveitarfélaganna er sjálf aðstaðan: Það er ekkert gefið að hver sem er geti grafið og lagt ljósleiðara hvar sem er. Bæði er það truflandi fyrir starfsemi á svæðinu, kostnaðarsamt að ganga frá, og einnig þarf að fara varlega til að rjúfa ekki aðra kapla sem eru fyrir. Því er mikið betra að leggja rör sem draga má í svo marga ljósleiðara sem vera skal og hægt er að fjarlæga aftur án þess að nokkuð sjáist á frágangi. Samkeppnisaðili gæti því auðveldlega komist inn á markaðinn og það bætir gæði og þjónustu.


Ef tryggja á samkeppni á þessu svæði, samkeppni sem er íbúunum í hag, þurfa sveitarfélögin sjálf að ráða yfir rörum fyrir ljósleiðara á svæðinu. Þarmeð fá samkeppnisaðilar greiðan aðgang að því að leggja ljósleiðara um svæðið. Sveitarfélögin verða að setja öllum aðilum þau skilyrði að þeir leggi ljósleiðarakapalinn á eigin kostnað, greiði af honum tilskilin gjöld og leigu, og taki hann upp á eigin kostnað.