2007-02-13

Enn eitt vændishús rænt á Vesterbro í Kaupmannahöfn.

Í gær greindi fréttastofa Ritzau frá að karlmanni hefði verið hópnauðgað, en kom síðan með þá útskýringu að í raun væri ekki um karlmann að ræða heldur kvenmann sem hefði kannski einhverntímann verið karlmaður. Með fleiri útskýringum um að hún var frá thailandi og vann í vændishúsi því sem nauðgununín átti sér stað í, útskýringum sem hefðu getað verið í besta Monty Python stíl, ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að hún varð fyrir hópnauðgun 4 karlmanna vopnuðum hnífum og hafnarboltakylfum. Árásin átti sér stað á Oehlenschlægergade á Vesterbro.

Í dag greinir Ritzau frá að í gær hafi verið ráðist á vændiskonu og henni hópnauðgað. Nú þegar Ritzau fengið vilja sínum framgengt að selja fréttina, er allt í lagi að segja fréttina án þess að gera grín að fórnarlambi kynferðisofbeldis.


Snemma mánudagsmorgunn var enn ein árásin á vændishús á Vesterbro í þetta skipti í Dannebrogsgade. Þar greinir Ritzau frá að aftur havi verið um 4 menn að ræða með hnífa og hafnarboltakylfur og lýsingin passar nokkurnvegin við þá fyrri. Rænt var peningum, farsímum, tölvu og stafrænni myndavél.


Í báðum ránunum hurfu mennirnir en í seinna skiptið virðast þeir hafa ekið brott á bíl.


Mér þykir nokkuð ljóst hvað er að gerast þarna. Rokkarahópar eins og Hells Angels, Bandidos, og aðrir taka svokallað verndarfé af þessum stöðum og einnig taka þeir um hálfa milljón í húsaleigu á mánuði. Þegar Vændishús telja sig ekki þurfa að borga verndarfé eða vilja ekki leigja hjá þeim, fá þeir einhverja misyndismenn til að fremja árásir eins og þessar.


Það sést best á hvernig þetta er skipulagt og hversu lítið þeir bera úr býtum. Sunnudagsmorguninn höfðu þeir um 4000 DKK upp úr krafsinu. Mánudag eitthvað minna og svo dót sem hægt er að selja. Þetta eru smápeningar, miðað við það að þeir eru fjórir og að þeir eru að taka áhættu. Ef þetta væru smákrimmar eða dópistar sem eru orðnir aðfram komnir eftir næsta fixi, þá myndu þeir ekki ganga svo skipulega til verks og síðan hverfa af vettvangi. Líklega eru einhverjir af þessum stóru hópum á bak við þetta og sem skipulegga þetta og stjórna misyndismönnunum.



.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----

Megi Ó-Frjálslyndi flokkurinn láta sig hverfa.

Engin ummæli: