Einn af öflugri stjórnmálamönnum þjóðveldisflokksins, er Karstin Hansen, eða öllu heldur var, því hann hefur nýlega sagt skilið við flokkinn vegna stuðning flokksins við tillögu til breytingar á grein 266b um bann við hatursglæpum gegn samkynhneigðum. Hann var ötull í starfi sínu fyrir flokkinn. Takmark hans, að hans eigin sögn, að Færeyjar verði fullvalda þjóð. Hann var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Íhaldsflokksins, Miðflokksins og Þjóðveldisflokksins fram til ársloka 2003, þegar hann ásamt öðrum ráðherrum Þjóðveldisflokksins var rekinn vegna ásakana um meint fjármálamisferli Annfinns Kallsbergs. Hann var einn af aðalmönnunum í áætlun þáverandi ríkisstjórnar um verulegan niðurskurð á fjárframlögum dana til Færeyja (fo: blokkstuðul). Þeim tókst að sannfæra fólk um að Færeyjar gætu verið án rúmlega 360 Milljóna DKK miðað við árið 2001. Danska og færeyska ríkisstjórnin skrifuðu undir samkomulag um þetta.
Með þessum áfanga, taldi Karstin Hansen að færeyingar væru mun nær fjárhagslegu sjálfstæði. Hann hefur fram til þessa ávallt talað um að mikilvægasta málefni sitt, væri sjálfstæði færeyinga.
Eftir að færeyska þingið hafði samþykkt ofannefnda tillögu um grein 266b, brá hann á það ráð að segja sig úr þjóðveldisflokknum. Að mínu mati er þetta pólítískt sjálfsmorð. Hann er nú á þingi sem óflokksbundinn þingmaður og er einn af þeim er ætla að leggja fyrir þingið tillögu til þjóðaratkvæðagreiðslu um samkynhneigð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli