Síðustu dagana hafa sjónvarpsáhorfendur séð viðtöl við marga menn sem höfðu dvalist á drengjaheimilinu á Breiðuvík. Við höfum fengið innlit í það harðræði sem þeir voru beittir, og hversu afskiptir þeir voru. Það sem hinsvegar hefur vakið mestan óhug er það gífurlega ofbeldi sem varð iðkað þarna og þá ekki síst kynferðislegt ofbeldi. Þar á meðal nauðganir. Eins og einn viðmælenda kastljóss komst að orði: “Þetta voru uppeldisaðferðir síns tíma.” Sá sálfræðingur sem gerði skýrslu um málið áleit að það væri drengjunum fyrir bestu að flokka skýrsluna um barnaheimilið, sem trúnaðarmál. Hann sagðist vilja hlífa drengjunum við að verða stimplaðir sem Breiðavíkurdrengur og að það gæti fylgt þeim allt lífið. Einmitt þetta finnst mér vera kjarninn í þessu máli.
Þjóðfélag okkar stimplaði börn. Hvað með að horfast í augu við það.
Í staðinn ætlar Ríkisstjórn og fleiri aðilar að “Bregðast við málinu”. Þessi heigulsháttur okkar við að viðurkenna fyrir sjálfum okkur sem þjóð, að það sem við gerðum var rangt. En nei auðvitað gerum við það ekki. Okkur dytti ekki í hug að viðurkenna slíkt.
Í dag gerum við einnig allt RÉTT (TM).
Þau okkar sem lásu ævintýrið um Gosa (Pinoccio) eða sáu kvikmyndirnar byggðar á ævintýrinu, vita að slæmir drengir þeir áttu ekkert betra skilið en að breytast í asna (doney) vinnudýrið sem alltaf var farið illa með.
Ef við ætlum sem þjóðfélag að standa við skoðanir okkar og gerðir, ættum við að segja: Við gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum, við tókum verstu strákana og settum þá á versta staðinn.
Við þurfum að byrja á að viðurkenna að stundum er ekki hægt að gera það sem er RÉTT (TM) heldur þarf að grera það sem er minnst rangt. Það er einhver meinloka í þjóðarsálarinni, sem fær okkur til að benda á barnaheimilið á Breiðuvík og svartholið þar. Vandamálið er hinsvegar annarsstaðar. Það var í barnaverndarnefndum og á hærri stöðum.
Áróðursmyndin um Barnaheimilið, barnaverndarnefndir í Reykjavík og annarsstaðar, töluðu máli valdsins, ekki fjölskyldnanna og barnanna sum þau gerðu að fórnarlömbum sínum.
Þetta á að verða okkur dýrkeyptur lærdómur í að hreykja okkur ekki svo hátt að við heyrum ekki neyðarhróp þeirra sem við troðum fótum.
.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----
Megi Ó-Frjálslyndi flokkurinn enda sem pólítiskt svarthol sem sogar allt til sín sem kemur nálægt því og sleppir engu frá sér, ekki einu sinni ljósinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli