2007-02-11

Bastøy

Í Noregi er eyja á Oslofirðinum nefnd Bastøy. Frá um 1900 og til 1970 var rekið þar upptökuheimili fyrir drengi sem ekki þóttu hæfir annarsstaðar, því þeir töldust óalandi og óferjandi. Þegar þessi eyja er nefnd við fullorðna menn sem ólust upp á þessum tíma, fer kuldahrollur um þá vegna þess hryllings sem þar viðgekkst. Í Noregi voru rekin um 200 upptökuheimili.


Breiðavík er langt frá að vera einsdæmi, og það er fáviska að fordæma það sem gerðist þar, án þess að fordæma sögu okkar sem þjóðfélags.


Einmitt fordæmingin er enn eitt dæmið um þá hugmynd um að við lifum á hinum bestu tímum allra tíma. Að við séum bestust og upplýsustustustustust og frábærust. Að allt annað sé ekki hipp og kúl. Þessi hugmynd er í ætt við hugmyndina um að jörðin sé flöt og hugmyndina um að jörðin sé miðpúnktur alheimsins, að homo sapiens sé fullkominn og æðsta sköpunarverk guðs.


Hvað mun fólk segja um okkur eftir 30 til 40 ár? Verðum við fordæmd fyrir náttúruspjöll, eða fyrir meðferð okkar á eyturlyfjaneytendum, eða fyrir fangelsi og refsingu? Ekki veit ég hvað verður, en það sem er hér og nú, það vitum við öll. Við vitum að þegar við tröðkum á þeim sem lægst settu og þeim sem minnst mega sín, þá erum við að fremja óðæðisverk.




.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----



Megi Ó-Frjálslyndi flokkurinn safna að sér enn fleiri óalandi og óferjandi meðlimum.

Engin ummæli: