2007-02-10

Money, money, money ..

Hef verið að versla með verðbréf síðan í október í gegn um bankann minn. Samtímis byrjaði ég að spara og lagði mestanhluta af laununum mínum í íslenskan hlutabréfasjóð.

Keypti í október 2006 í Bakkavör á genginu 60,80 IKR og seldi í enda janúar 2007 á 66,30 IKR. Seldi allt í íslenska hlutabréfasjóðinum með svolitlum hagnaði. Ég held að gengi íslensku krónunnar fari að falla bráðum svo ég breytti sparnaðinum í erlendan hlutabréfasjóð.

Stuttu seinna keypti ég hlutabréf í norska fyrirtækinu Tandberg. á genginu 112,75 og nú er það komið í 117. Samkvæmt spám á það að ná genginu 135. Nú þegar íslenska krónan styrkist er ég að tapa. Var ég að gera vitleysu?



.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----


Megi Ó-Frjálslyndi flokkurinn leggja aleiguna í verðlaus verðbréf.


Engin ummæli: