Þekkingu mankyns hefur fleygt mikið fram síðan jörðin var talin vera flöt. Í dag vitum við töluvert um kynjafræði sem við vissum ekki fyrir hálfri öld.
Við vitum einnig að líkamlegt kyn er ekki bara einn þáttur heldur fleiri. Helstu þættir líkamlegs kyns eru kynfæri, hormónastarfsemi, kynlitningar og nýjari rannskóknir sýna mismun á vissum hluta heilans eftir kyni.
Við vitum að líkamlegt kyn einhvers segir ekki til um hvoru kyninu hann mun hneigjast að. Við vitum einnig að kynfæri og kyngerfi (en: gender) fylgist stundum ekki að. Einnig vitum við litningar og kyngerfi fylgist stundum ekki að. Einnig er þekkt að kynvitund (mín þýðing á gender identity) getur verið gagnstæð mörgum líkamlegum þáttum. Vísindamenn vinna að rannskóknum á hvernig kynvitund tengist líkamlegum þáttum í heilanum, en ennþá hafa ekki fengist einhlít svör.
Þarna eru nefndir 6 þættir sem í sameiningu ákvarða kyn fólks. Ekki allir eru svo heppnir að sérhver af þessum kynákvarðandi þáttum, bendi allir á sama kyn. Ef kynvitund og kynfæri benda ekki til sama kyns, er það í læknisfræði kallað Gender Identity Disorder sem sumir kalla kynáttunarvanda, en ég myndi heldur kalla kynvitundarvanda.
Leiðrétting á kyni.
Fyrir þá einstaklinga sem óska, er geysilega erfitt og dýrt að fá læknisfræðilega aðstoð til að fá leiðréttingu á kyni. Oft er þetta ferli sem læknar vilja ekki koma að fyrr en eftir 25 ára aldur og tekur þá hálfa og heila áratugi að ljúka því. Talið er að transgender einstaklingar séu um 3 til 10 af hverjum 100 þúsund einstaklingum. Kynskiptingin er nokkurnvegin jöfn milli kynja.
.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----
Megi Ó-Frjálslyndi flokkurinn eiga jafn erfiða bernsku og unglingsár eins og fólk með kynáttunarvanda.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli