2006-12-21

Trúverðugleiki færeyskra stjórnmálamanna: Jenis av Rana


Jenis av Rana er heimilislæknir, formaður Miðflokksins er hefur á stefnuskrá sinni að Færeyjum verði stjórnað eftir því sem flokkurinn kallar lögum Biblíunnar. Einnig er hann háttsettur í vissri trúarhreyfingu í Færeyjum. Hann hefur skrifað reglulega í blöðin um samkynhneigð. Eitt það eftirminnilegasta sem ég man frá því ég var nýfarin frá Færeyjum er grein sem birtist í blöðunum eftir hann sem lýsa átti símtali samkynhneigðs manns við hann og hversu illa þessum manni leið. Greinin var innihélt margar beinar tilvitnanir þar sem orð þessa óþekkta manns voru í gæsalöppum eins og tíðkast með beinar tilvitnanir. Þarna voru margar heilar setningar.

Dagana eftir að þessi grein birtist voru nokkrir pistlar í blöðunum þar sem fólk undraðist hversu ótrúlega minnugur Jenis av Rana var. Hvort hann hefði skrifað samtalið niður eða notað upptökutæki án vitundar mannsins. Hann taldi að hann hefði munað allt þetta orðrétt og að hann færi hárrétt með hvert orð.

Nú gerðist það í haust að að 16. ára stúlka kom til hans í læknisvitjun. Þessi stúlka var í fjölskyldu sem er í söfnuði Jenis av Rana. Hún sagði frá kynferðislegu áreiti föður síns. Aðspurð sagði stúlkan að hún vildi ekki að hann talaði við foreldra hennar um þetta. Hann hélt þeirri skoðun sinni að stúlkunni að, best væri að tala við foreldrana en hún tók skýrt fram að það vildi hún ekki. Eftir samtalið hafði Jenis samband við Foreldrana og boðaði þau á sinn fund ásamt stúlkunni. Ætlun hans var að fá þau til að sættast eins og hann komst að orði seinna, en í raun vildi hann ekki að þetta bærist út fyrir söfnuðinn. Þó að færeysk barnaverndarlög kveði á um að slíkt skuli tilkynnt til barnaverndarnefndar, gerði hann það ekki. Málið var kært og enn er ekki komin niðurstaða um hvort hann hafi brotið gegn þagnarskyldu lækna og brotið gegn barnaverndarlögum.

Engin ummæli: