2007-02-23

Vanhugsuð árás er sama og að tapa.

Vanhugsuð árás er sama og að tapa.

Á Barnalandi gekk fyrir sig umræða um það sem ég sagði í síðdegisútvarpi rásar 2 á RÚV um leiðréttingu á kyni. Einhver sem nefndi sig yucca hóf umræðu um þetta málefni og af öllum stöðum þurfti hún að velja Barnaland, rétt eins og þetta málefni ætti heima þar. Ég vill taka það fram að ég tel alls ekki að þessi málefni eigi neitt erindi á Barnaland.is og vill hérmeð mótmæla þessari staðsetningu.


Annars virðist þessi þáttur hafi komið við einhvern viðkvæman blett á sumum áheyrendum, því fullyrðingarnar sem settar voru fram um hvað ég sagði voru vægast sagt lygilegar, rangar, og sumar beinlínis upplognar. Með því að kalla mig fyrirbæri er ég gerð að einhverju sem er ekki mannlegt.


Gjörið svo vel að hlusta á þáttinn og lesa það sem datt út úr fólki á eftir. Hafið einnig í huga að hér er í flestum tilvikum um að ræða velgefið fólk sem hefur heila til að hugsa sig um. Hér á eftir fer nokkuð af þvi sem fólk lét hafa skriflega eftir sér: Sjá hér:


Yucca:

Að lifa sem hitt kynið - minnihlutaöfgar
Heyrði viðtal við karl eða konu á rás tvö í ríkisútvarpinu á dögunum.
Þá fannst mér kröfur minnihlutahópa ná nýjum og óþekktum hæðum.
Fyrirbærið var að missa sig yfir því að hún/hann mætti ekki skipta um nafn og koma fram sem hitt kynið í þjóðskrá, nafnaskiptum og öllu saman.
Og taka það fram ég er ekki að tala um einstaklinga eins og Önnu vélstjóra, sem skipti um kyn - gekk alla leið með það.
Nei, ég heiti Sigríður, en ég vil endilega ganga í karlmannsfötum, þá krefst ég þess að heita Jón, fá breytt nafni í þjóðskrá og alles?
Útskýrið það nú fyrir litlu börnunum - mamma mín heitir jón, nei hún er ekki með typpi eða neitt svoleiðis - hún vill bara heita jón !

Ég spyr bara: Hvort okkar er hitt kynið? ;)


SV: Að lifa sem hitt kynið - minnihlutaöfgar
Ég heyrði þetta í útvarpinu - gat ekki kannað málið þess vegna.
En fyrirbærið ætlaði að hala þing - þeirra sem voru sama sinnis -
já - þetta með persónuskílríki - nú eða búningsklefana í sundi - já, ég heiti jón, ég á að fara í karlaklefann - nú brjóstin og þetta dót þarna niðri - nei alveg sama ég á rétt á því að lifa sem karlmaður !!!
Manneskja sem er fúlskeggjuð, í peysu og gallabuksum með karlmannsrödd, má semsagt ekki lifa sem karlmaður vegna þess að einhverjir búnignsklefar úti í bæ eru fyrir karla eða konur. Come on!! Hvað nú ef það vantar hendur eða fætur á fólk ... Hættum að hugsa í stereótýpum!!
Ert:
Sko ef fólk þarf persónuskilríki með því nafni sem það notar og jafnvel með mynd eins og það lítur út þá ætlar það í klefa í sundi gagnstætt útliti kynfæra sinna. Augljóst mál, ekki satt Anteros? Ef fiskur þá geimfar.
Góð ábending um rökleysu. :) Má ég leyfa mér að bæta um betur: Ef fiskur þá geimferð. :)
BikBok
Æji, kommon. Ætlaði viðkomandi ekki í aðgerð, bara vera klæðskiptingur?
Allir sem skipta um föt eru klæðskiptingar samkævmt gegnsæi þess orðs. Virðum íslenska tungu og hendum þessu leiðindaorði.
Yucca:
Það er nefnilega málið sem ég furða mig á - mér er hjartanlega sama um hverjir kjósa að vera kæðskiptingar og hverjir ekki - en að heimta útgefin skilríki fyrir alter ego klæðskiptinginn - þá finnst mér flest vera orðið réttindamál

Gott þú nefndir það. Það er nú komið á listann ... :D


Ert:

Ég veit hver hefur barist hérlendis fyrir þessu máli og sá aðili hefur gengist undir kynskiptiaðgerð (TG-manneskja) þannig að ég leyfi mér að efast um orð þín um að þarna sé um klæðskipting að ræða þar til þú sannar að klæðskiptingur hafi komið í fjölmiðla að ræða þessi mál. Ég veit ekki til þess nokkur annar en viðkomandi hafi fjallað opinberlega um persónuskilríkja málið.

Þetta mikla hrós minnir mig á það þegar Sirrý og Co í þættinum Ísland Í Bítið, veittu mér hrós vikunnar vegna baráttu minnar í Danmörku fyrir sama málstað þar. Það tók okkur 10 ár að vinna en við unnum á endanu og lagabreytingin tók formlega gildi 1. apríl 2006. Ég heyrði því fleygt að um 60 þúsund manns hefðu notað tækifærið og breytt um nafn. ;) Þori samt ekki alveg að fara með það sem staðreynd. ;)


Síðan er vitnað í dæmi um útfyllingu á umsókn um nafnabreytingu sem ég skrifaði rúmu hálfu ári fyrr.


Sikana:

Já, þetta hlýtur að vera meira en óhagræði. Þegar fólk er búið að taka ákvörðun og er sátt við hana en bíður bara eftir heimild til að fara í aðgerð hlýtur að vera óþægilegt og særandi að þurfa daglega að útskýra nafn og mynd á persónuskilríki.
Ég hafði bara ekki hugmynd um þetta. Takk fyrir upplýsingarnar, þarf að kíkja á þetta blogg.

YESSSS !!! Enn ein manneskja sem fræðist á þessu þrönga sviði kynjafræðinnar. Þetta er ástæðan fyrir að ég held áfram að blogga. Persevernace – þrautsegja – úthald gerir kraftaverk. :)


Sikana:

Já, eins og konurnar sem ég minnist á hér fyrir neðan. Þær vildu ekki fara í aðgerð en ég held reyndar að það hafi verið vegna þess að þeim fannst aðgerðin ekki orðin nógu "þróuð" og áhættan of mikil, en ekki vegna þess að þær hefðu ekki hugsað sér að gera það einhvern tímann.

Hvað með að pressa fólk til að fara í aðgerð og láta það síðan sjá eftir því. Að fá einn dropa á ennið á sama stað er þægilegt en að fá miljón er bókstafleg pynding. Ef þú ert að standa þig að lifa í nýju kynhlutverki, og þarft samt að sannfæra fólk um að þú eigir greiðslukortið sem þú gengur með, ökuskírteinið, húsnæðið sem þú býrð í, börnin sem þú átt, skólann þeirra, maka þinn, að kennikortið þitt í vinnunni sé þitt og það truflar viðskiptavini þína og eða skjólstæðinga og þetta gerist oft á dag, í heilan áratug ....

Þegar hér er komið sögu er þetta ekki lengur smápirringur heldur mannréttindabrot þess ríkis sem neyðir þig til að bera áfram þau skilríki sem valda vandræðum fyrir þig oft á dag.

Þannig er hægt að pressa fólk í aðgerð sem það er þó ekki tilbúið í, og sem heilbrigðiskerfið er ekki tilbúið til að gera. Við þurfum að stoppa þessa pressu.


En spjallþráðurinn varð upplýstur og fólk vissi um hvað það var að tala. Frábært!!! Æðislegt!!! Upplýsingin virkar!!!


Að síðustu vill ég lýsa því yfir að hann Ert og hún Sikana hafi tekið á lyftistöng dagsins með upplýstri umræðu.


Engin ummæli: