2007-02-28

Á verðbréfamarkaði.

Þessi fátæklega þýðing á texta 10CC On Wall Street nær alls ekki þeim hughrifum og áhrifum sem þetta lag hefur haft á mig. Trommutakturinn dynur og píanóleikurinn stekkur á tónana í minningunni. Og hvað er ég svo að gera á verðbréfamarkaði? Selja mömmu mína og kaupa aðra eins og í textanum?


Þegar ég hafði selt hluti mína í Bakkavör á sínum tíma, var ég viss um að gengi íslensku krónunar færi bráðlega niðut út öllu valdi. Það stóðst ekki. Ég keypti hlutabréf í norskum krónum í norska fyrirtækinu Tandberg. og stuttu seinna leit út fyrir að norska krónan væri að falla.


Það sem ég gerði var skipulagt fyrir löngu og vel undirbúið og rannsakað. Ég taldi mig geta séð inn í framtíðina á eins skýran máta og það er hægt. Þetta hefur nú sýnt sig að vera rétt. Hlutirnir í Bakkavör eru komnir niður í 63 IKR, á meðan hlutirnir í Tandberg hafa hækkað úr 112,50 NKR frá því að ég keypti í um 120 NKR á stuttum tíma. Samtímis hafa gengi norsku og íslensku krónunnar fylgst að.


Nú er hinsvegar gengið á Bakkavör langt undir raunvirði. Ef ég ætti lausafé, myndi ég leggja það allt í Bakkavör á þessu verði.



.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----


Megi Ó-Frjálslyndi flokkurinn kaupa fylgi sitt dýrt og selja það ódýrt.

Engin ummæli: