2007-02-22

Orðið TRANS.

Rós sem bæri annað nafn skrifaði Shakespeare þegar hann lét persónu sína velta fyrir sér yndislegum ilmi rósar og hvort ilmurinn væri jafn góður ef rósin héti eitthvað annað.

Hugtakið transgender spannar stóran hóp fólks sem hefur það eitt sameiginlegt að vera í óhefðbundinni stöðu með kyn sitt. Oft og iðulega berjast þessir hópar innbyrðis, hver og einn þeirra telur sig skyldugan til að uppfylla hluta af þeim staðalkröfum sem þjóðfélagið setur þegnum sínum. Aðrir þjóðfélagshópar gera samfélaginu kröfur um að breyta staðalímynd sinni. Ég tel að transgender fólk eigi einnig að setja samfélaginu kröfur um þær staðalímyndir sem mótar þegna þjóðfélagsins. Farvegur þeirrar breytingar er sá neikvæði áhugi á transgender fólki sem virðist gegnsýra þjóðfélagið. Tuttugu ár með Spaugstofunni þar sem allir leikarar eru karlmenn og um 40% af hlutverkum Spaugstofunnar eru kvenhlutverk. Því er orðið ómögulegt að gera grín að Transgender fólki með því einu að karlmaður leiki kvenhlutverk eða öfugt.


Þau sem hafa fengið leiðréttingu á kyni, eru kölluð skammaryrðinu kynvillingur eða skammaryrði sem er náskylt því. Því kom mér verulega á óvart þegar ég hafði verið í viðtali við fréttakonu RÚV sem gekk mjög vel og þar sem allt hafði verið útskýrt, að RÚV setur þetta skammaryrði sem fyrirsögn á viðtalið við mig.


Við vorum bara tvær í þessu viðtali, og ef ég á ekki að taka þessu persónulega, hvað segir það þá um fréttakonuna? Hennar vegna held ég að ég verði að taka þetta skammaryrði persónulega.

Daginn eftir viðtalið, miðvikudag 21. febrúar (í gær) 2007 birtist skopmynd í Blaðinu á síðu 12 sem mér fannst mjög fyndin og einnig gagnleg. Myndin tók fyrir notkun orðsisn trans í þekktustu myndum þess: transsexúal og transfitusýrur. Snúið var út úr orðunum og búin til ný orð og samhengi og teiknaðar fígúrur sem teiknaranum fannst passa við þetta. Ég tel að þessi mynd sé vatn á okkar myllu, sem viljum að orðið transgender verði notað sem víðast í íslensku. Við eigum að geta hlegið að okkur sjálfum og mér finnst að þessi skvísa sem teiknuð er á myndinni sé svo langtum flottari en ég verð nokkurntíma.


Teiknari Blaðsins hefur með umfjöllun sinni um orðið trans, tekið á lyftistöng dagsins.


Engin ummæli: