2006-01-24

Sá sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum

Mikið hefur verið rætt um hvað sé skömm og synd samkvæmt biblíunni. Oft eru þetta faríseískar skilgreiningar gamlatestamentsins um hvað er óhreint og hvern skal drepa.

Þegar Jesús kom að mönnum sem voru í þann mund að steina konu er þeir kölluðu synduga, bað hann þá um að hætta. Þegar þeir mótmæltu og bentu á reglur biblíunnar, sagði hann, að við erum öll syndug fyrir Guði. Þegar þeir mótmæltu enn, sagði hann þau orð sem eru titill þessa texta.

Sumir rétttrúnaðarsinnar vilja halda því fram, að sumar syndir eru stærri en aðrar. Samkvæmt neðangreindri skilgreiningu Bibliunnar er allt úr hafinu sem ekki hefur hreistur og ugga, fordæmd viðurstyggð (Lev 11:10, Lev 11:11, Lev 11:12) og ekki er leyfilegt að borða það. Biblían fordæmir skelfisk, rækjur, krabba og humar á sama hátt og hún fordæmir samkynhneigð.

Það er undarlegt til þess að hugsa, að íslenska kirkjan skuli ekki skilja boðskap Krists, þar sem hann stöðvar steinkastið, að við séum öll jafn syndug, hvort sem við blessum skelfiskmáltíð eða hjónaband samkynhneigðra.


Biblían, Leviticus, 11. Kafli

9 These shall ye eat of all that are in the waters: whatsoever hath fins and scales in the waters, in the seas, and in the rivers, them shall ye eat. bible(KJV) [Lev11:9]

10 And all that have not fins and scales in the seas, and in the rivers, of all that move in the waters, and of any living thing which is in the waters, they shall be an abomination unto you: bible(KJV) [Lev11:10]

11 They shall be even an abomination unto you; ye shall not eat of their flesh, but ye shall have their carcases in abomination. bible(KJV) [Lev11:11]

12 Whatsoever hath no fins nor scales in the waters, that shall be an abomination unto you.2006-01-21

Fræðileg nýtni Carnot hitavéla

Að undanförnu hef ég verið að velta fyrir mér möguleikum á nýtingu takmarkaðra orkuauðlinda á afskekktum stöðum sem hvorki hafa rafmagn eða hitaveitu. Teorían fyrir Carnot hitavélina sýnir svo ekki sé um villst, að verulegan hitamun þarf til að ná fram fræðilegri nýtni, sem í raun er mun hærri en nýtni raunverulegrar vélar. Þá er hættan sú að nýtnin reynist vera neikvæð í raun.

Samkvæmt formúlunni, þarf uþb. 600°K (uþb 300°C) til að fá fræðilega nýtni upp á 50% (1-(300 °K)/(600 °K)).

Þegar verið er að hugsa um jarðhita lægri en 100°C er nýtnin fræðilega séð um 25% en þá er eftir að reikna inn dælur sem taka 30% af nýtninni. Því er þetta neikvætt í raun.2006-01-18

Stefna dagblaðs er kallast (Dé Vaff) DV

Ýmislegt hefur verið skrifað og rætt um blaðið DV og ritstjórnarstefnu þess. Virðist sem fólk sé að reyna að finna út hver er ábyrgur fyrir stefnu blaðsins. Fólk er þó ekki sammála. Sjálf hef ég gagnrýnt það áður.

Sumir eru á þeirri skoðun að eigendur fjölmiðils hafi ábyrgð á stefnu hans og þarmeð að enginn fjölmiðill hafi raunverulegt skoðanafrelsi. Það ermjög áhugavert að skoða þetta í ljósi gagnrýni á Baug GROUP sem eiganda Fréttablaðsins. Á meðan lögreglurannsókn stóð sem hæst á hendur eigenda Baugs var þeirri skoðun haldið á lofti, að Fréttablaðið hlyti að vera handbendi eigenda sinna. Þeir sem héldu þessu fram voru í raun sammála þeirri skoðun að fjölmiðill sé ávallt handbendi eigenda sinna. Á hinu háa Alþingi íslendinga var sett fram frumvarp um fjölmiðla sem síðan var samþykkt. Þetta þýðir með öðrum orðum að meirihluti þingmanna hafi verið á þeirri skoðun að fjölmiðill sé handbendi eigenda sinna. Það er mjög áhugavert, að þegar Morgunblaðið hafði ráðandi markaðshlutdeild á Íslandi í áratugi höfðu þingmenn ekki áhyggjur af áróðri frá eigendum Morgunblaðsins.

Hvað olli þessum stakkaskiptum? Þegar Fréttablaðið hafði náð stærri útbreiðslu en Morgunblaðið, reyndu eigendur þess að nota það gegn eigendum Fréttablaðsins. Þarna var um að ræða aðskildar viðskiptablokkir sem hegðuðu sér eins og ættir og ættbálkar á sturlungaöld. Sem betur fór hefur Ísland forseta sem hafði kjark til að taka í taumana og stöðva fjölmiðlafrumvarpið með því að beita synjunarvaldi sínu. Skáru þá viðskiptablokkirnar upp ramakvein um að forsetinn hefði með gerðum sínum tekið ráðin af lýðræðinu.

Hvernig kemur þetta svo DV við? Jú spurningin er: Er fjölmiðill háður eigendum sínum?

Þórdís Sigurðardóttir stjórnarformaður skrifar um sjálfstæði ritstjórna skv. Blaðinu, laugardag 14. janúar 2006 bls. 6:

[Dagsbrún] virðir grundvallarreglur frjálsrar blaðamennsku og leggur áherslu á sjálfstæði ritstjórna, m.a. gagnvart eigendum, auglýsendum, hagsmunahópum og opinberum aðilum. “

Með þessu þvær Þórdís hendur sínar af ritstjórnarstefnu DV.

Þorbjörn Broddason, fjölmiðlafræðingur skrifar m.a. í Blaðið laugardag 14. janúar 2006 bls. 6:

Þrátt fyrir að ég og líklega allir aðrir vilji slá vörð um sjálfstæði ritstjórna er ikki þar með sagt að stjórnin geti í þessu tilfelli þvegið hendur sínar af blaðamennsku DV”

Þorbjörn telur að þó ritstjórn DV sé sjálfstæð, hljóti eigand blaðsisns að bera einhverja meðábyrgð á ritstjórnarstefnunni.

Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður skrifar m.a. í Blaðið laugardag 14. janúar 2006 bls. 14:

[DV] “var of lengi á ólánsbraut. Þannig virtist oft vafn ógæfusöm ára yfir blaðinu og því fólki sem það slengdi miskunnarlaust á forśíðu og hafði af mannorðið. Það er vissulega hægt að reka blað af kaldri rökhyggju og gera ógæfu annarra að söluvöru án nokkurs tillits til tilfinninga. En það hlýtur alltaf að koma að skuldadögum.”

Menn völdu sér ranga braut í fréttaflutningi, sennilega af því þeir ætluðu sér að selja dagblað og var nokk sama hvað þeir þyrftu til að gera til að ná árangri.”

Kolbrún fjallar ekki um ábyrgð eigenda DV en fjallar hinsvegar um ábyrgð ritstjórnarinnar og telur hana eiga ábyrgðina.

Egill helgason þáttastjórnandi skrifar m.a. í Blaðið laugardag 14. janúar 2006 bls. 54:

Svo finnst mér nú stjórnin og forstjóri fyrirtækisins aðeins of dugleg við að fría sig ábyrgð á þessu blaði sem þeir hafa nú haldið úti í tvö ár. Ég hefði viljað sjá þá taka á sig einhverja ábyrgð á því sem þerna hefur verið að gerast síðastliðin ár.”

Egill er einnig inni á að yfirmenn ritstjórnar eigi einnig ábyrgð á ritstjórnarstefnu DV.

Niðurstaða þessarar stuttu umræðu er á einn veg: Ábyrgðin á ritstjórnarstefnu DV hvílir einnig á eigendum blaðsins.

2006-01-12

Að nytja sorg, harmleiki, skömm, líf og mannorð

Það virðist allt á öðrum endanum í þjóðfélaginu vegna afleiðinga forsíðu Dagblaðsins fyrir nokkrum dögum. Ég hef áður gagnrýnt fréttaflutning Dagblaðsins harðlega, en það er langt síðan. Einhliða fréttaflugningur útvarps, sjónvarps, og dagblaðanna þjónar engum. Það er nauðsynlegt að flytja fréttir. Það er nauðsynlegt að gagnrýna það sem miður fer.
Ég er ekki að sakfella DV, þegar ég segi að blaðið og ábyrgðarmaður þess beri mikla ábyrgð á mannorðsmorði því sem framið var, og dauða mannsins.
Ég ætla heldur ekki að ásaka DV fyrir að hindra réttvísina að störfum með skrifum sínum og heldur ekki fyrir að hindra, að þau fórnarlömb sem blaðið staðhæfði að maðurinn hefði nauðgað, fengju réttláta miskabót.
Ég ætla að saka DV um algjöra siðblindu og takmarkalausa græðgi. Stefna blaðsins og ritstjóra þess er beinhörð notkun á sorg, harmleikjum, skömm, lífi og mannorði þess fólks sem það beinir athygi sinni að. Svona hagar rándýr sér í dýrahjörð.
Stefna blaðsins er ekki upplýsingar í almannaþágu, þósvo að einmitt þetta sé ástæða þess að lögreglan vinni með fjölmiðlum og gefi þeim upplýsingar.
Þetta mál sýnir svo ekki verður um villst að stefna blaðsins er gegn almannahagsmunum. Stefna blaðsins er ekki að upplýsa. Stefnan er að nytja sorg, harmleiki, skömm, líf og mannorð.
Ritstjóri blaðsins hefur áður sagst hafa sannleikann og allann sannleikann. Hann vill hinsvegar ekki útskýra hversvegna hans útgáfa af sannleikanum, samrýmist ekki veruleikanum. Hann telur sig geta sagt allann sannleikann með því að greina frá þeim litla hluta sannleikans sem fellur að stefnu hans og DV. Slíkur maður ætti heldur að fá sér vinnu sem áróðursmeistari í landi sem gefur út einkaleyfi á sannleikann.

Hvar endum við þá?

Hvar endum við þá? Spyr Karl Sigurbjörnsson biskup þegar rætt er um að kirkjan viðurkenni hjónabönd samkynhneigðra. Hann heldur því fram að slík viðurkenning sé hreinlega að kasta hjónabandinu á öskuhaugana. Og hvar endum við þá, spyr hann enn og aftur og ruglar um að það muni einnig leiða til að leyfa eigi hjónabönd milli systkina.
Röksemdafærsla hans er enn eitt dæmið um slippery slope (flughálka) . Reynt er með rökleysu að sannfæra fólk um að það muni hafa slæmar afleiðingarnar að gera eitthvað ákveðið. Sýna má fram á að ekki sé raunhæft að halda að afleiðingarnar verði það sem bent er á.
Ekkert bendir til að systkini fari að gifta sig þó svo að samkynhneigðir verði gefnir saman í kirkju. Ekkert bendir til að hjónabönd annarrra rýrni eða að fólk missi löngun til að gifta sig eða vilji skilja ef kirkjan vígir samkynhneigða.
Þvert á móti er ástæða tið að ætla að fólk verði ánægt með þjóðfélagið og upplifi jafnrétti samkynhneigðra að þessu leyti sem skref í átt að þjóðfélagslegu réttlæti.

Karl Sigurbjörn í viðtali við útvarpið Rás 2 í fréttum kl 18:30 12. janúar 2006.

Sjá einnig skyld dæmi um afstæðishyggju.

2006-01-07

Frjáls markaður var léttur á vogaskálinni

Joseph Stiglitz , nóbelsverðlaunahafi í hagfræði árið 2001, gagnrýnir harðlega stefnu bandarískra stjórnvalda varðandi fjárfestingar erlendra fyrirtækja. Þann 23. júni 2005 yfirbauð kínverska olíufyrirtækið CNOOC keppinaut sína í Chevron þegar CNOCC bauð 18,5 milljarða dollara fyrir olíufyrirtækið UNOCAL. Á þessum tíma fór heimsmarkaðsverðið á olíu hækkandi og í Washington var pólítískur ótti við að kínverjar myndu eignast og stjórna þessu olíufyrirtæki. Kínverska olíufyrirtækið dró tilboð sitt til baka vegna pólítiskra mótmæla í Washington. Viðbrögð bandaríska þingsins gerðu CNOOC ómögulegt að kaupa UNOCAL þrátt fyrir að þeir hefðu boðið 2 milljörðum dollara hærra en Chevron.

Þetta er skýrt dæmi um hvernig markaðinum er stjórnað af öðrum lögmálum en framboði og eftirspurn. Þrátt fyrir þetta er áróðurinn um frjálsan markað orðin að einhverskonar möntru eða trúarjátningu alþjóðavæðingarinnar.

Að þessu leyti er bandaríska þingið ósamkvæmt sjálfu sér þegar það lýsir kinnroðalaust yfir áhyggjum um að lögmál hins frjálsa mankaðar henti ekki stefnu bandaríkjastjórnar í þessu tilfelli.

Fáir eru jafn ötulir og bandaríkjamenn við að boða fagnaðarerindið um frjálsa markaðinn. Með viðbrögðum sínum hafa þeir sýnt að pólítiskt mat á hagsmunum þjóðarinnar getur stýrt markaðinum.

Í bandaríska þinginu komu fram hávær mótmæli þess efnis, að sala UNOCAL til CNOOC gæti stefnt öryggi þjóðarinnar í hættu og þannig sýndu þeir í verki að hagsmunir þjóðar eru þyngri á metskálunum en frelsi markaðarins.

Stolið og skrumskælt úr Fréttablaðinu, 28. des. 2005 síðu 24.