2007-02-06

Ne bis in idem – aldrei tvisvar fyrir það sama.

Þegar fréttir bárust af að Ríkisskattstjóri hefði neitað Ríkissaksóknara um upplýsingar sem hann krafðist, varð ég hissa, verulega hissa. Mér hafði aldrei komið til hugar að einhver innan kerfisins, myndi segja nei við ríkissaksóknara. Baugsmálinu lauk hinsvegar opinberlega með úrskurði Hæstaréttar þann 26. janúar 2007.
Ég varð einnig mjög hissa þegar Ríkissaksóknari samdi ákærur sínar að nýju, og ætlaði aftur að rétta yfir Baugsmönnum. Það er ótrúlegt að Ríkissaksóknari láti sér detta í hug að reyna þetta, hvað þá að reyna að ákæra þrisvar fyrir sömu sakir og láta Hæstarétt skera úr um málið tvisvar. Það er einnig ótrúlegt að Hæstiréttur láti hafa sig að fífli í þessu mál, því samkvæmt stjórnarskránni, er einungis leyfilegt að rétta einusinni í máli.

Sú stofnun sem standa á vörð um réttaröryggi í landinu hefur brugðist skyldu sinni. Dómsmálaráðherra ber ábyrgð á þessu og ber að axla þá ábygð og taka afleiðingunum.

Engin ummæli: