2007-02-24

Stigagangurinn

Eftir reynslu næturinnar og föstudagskvöldsins ákvað ég að grípa til ráðstafana sem duga til að tryggja nætursvefninn. Ég tek það fram að þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem ég þarf að grípa til sérstakra ráðstafana til að tryggja næturfrið. Ég hef skrifað eftirfarandi orðsendingu og afhent öllum hlutaðeigandi aðilum.


Lokun vinstri gangs á fimmtu hæð.


Kæru íbóðareigendur/húseigendur,

í þessum stigagangi hafa sumir eigendur lagt í töluverðan kostnað við að bæta aðstöðu á salerni á fimmtu hæð til vinstri og voru það eigendur þeirra herbergja sem eru á ganginum vinstrameginn. Á hægri ganginum er ekkert gert fyrir það klósett sem þar er, og hefur það staðið ónothæft í a.m.k. þrjá mánuði. Ég undirrituð kenndi í brjósti um það fólk sem bjó á hægri ganginum því salernisaðstæður þeirra væru ekki fólki bjóðandi. Til stóð að lagfæra þessar salernisaðstæður en ekkert hefur gerst í því máli.

Nú gerist það stundum að á hægri ganginum eru haldin partí og þá langt fram yfir miðnætti þrátt fyrir að lög um fjölbýlishús segi að friður skuli vera að minnsta kosti frá miðnætti og til 07:00. Þetta veldur miklu ónæði þar sem veggir eru þunnir, en verstur er þó umgangur, hurðarskellir og ráp um vinstri ganginn.

Það er að mestu leyti ég undirrituð sem held gangi og salerni hreinu og geri það ókeypis. Umgangur og notkun á þessari aðstöðu er verulegur frá hægri ganginum vegna þess gestagangs sem er þar. Einnig vill ég nefna að ég leigi herbergið með aðgang að þessari salernisaðstöðu, og því hef ég kröfu á að fá þann aðgang sem ég borga fyrir.


Við sem búum á ganginum vinstra megin, munum bráðlega búa svo um, að eingöngu við komumst þangað inn. Það verður gert án frekari viðvörunar. Virðingarfyllst: Anna Jonna Ármannsdóttir.



.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----

Megi Ó-Frjálslyndi flokkurinn koma þurfandi að luktum dyrum.


Engin ummæli: