2007-02-11

Hópnauðganir

Í Politiken.dk getur að líta frétt um hópnauðgun sem gerðist í morgun og kom á vefinn 11. feb 2007 kl. 12:50. Í þessari skrifuðu stundu kl. 14:14 er hún mest lesna fréttin á politiken.dk. Það sem fær fólk til að lesa fréttina er að fórnarlambið er gert að karlmanni og hún er kölluð hann eins og ég hef skrifað um áður. Það er ekki það, að henni er nauðgað af hópi ofbeldismanna. Ef fréttin hefði verið að konu hefði verið nauðgað, af hópi ofbeldismanna, hefði hún aldrei náð forsíðu blaðanna.


Það er fréttastofan Ritzau sem stendur fyrir þessum fréttaflutningi, en það er alþjóðleg fréttastofa sem selur fréttir um allann heim. Mér sýnist að hér sé verk að vinna fyrir TGEU samtökin en það eru Evrópsk regnhlífarsamtök transgender félaga.


Segja má um Ritzau að fréttastofan sýni að einu leyti fórnarlambinu enn meiri óvirðingu en árásarmennirnir því þeir réðust “bara” á líkamlegt kyn hennar og misþyrmdu henni þannig. Þær árásir eru búnar og nú er hún að jafna sig. Fréttastofan ræðst hinsvegar á sál hennar sem konu og gerir hana að engu. Það er enn ein árásin. Síðan er þessi fimmta niðurlæging sýnd á jp.dk, pol.dk, bt.dk, eb.dk og annarsstaðar. Sú niðurlæging tekur við af hinni og heldur áfram næstu vikur og jafnvel mánuði.


Ég ætla ekki að taka óbeinan boðskap Ritzau til mín, um að við eigum bara að vera þakklátar fyrir þá lítilsvirðingu sem nauðgun er, því hún tekur þrátt fyrir allt enda.

Hópnauðganir, árásir, grýtingar og morð.

Í Politiken.dk í gær gat að líta frétt einnig frá Ritzau um hópnauðgun á þremur ítölskum konum í Afríska eyríkinu Cap Verde (hvað heitir það á íslensku). Þessi frétt er í skrifaðri stund, fjórða mest lesna útlandafréttin.


Yfirskriftin var: Tveir Ítalskir túristar grýttir til dauða.


Í yfirskriftinni var kynið og kynferðislegar misþyrmingar óviðkomandi yfirskriftinni. Síðan getur að líta í greininni: “Samkvæmt Agnese sem er 17 ára og lifði ein árásina af, sprautuðu árásarmennirnir einhverjum óþægilegum úða á þær, síðan var þeim gert ómögulegt að hreyfa sig, síðan voru þær dregnar inn í skóginn þar sem gröf hafði verið grafin. Þar var þeim kynferðislega misþyrmt og svo voru þær grýttar.”



.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----

Megi Ó-Frjálslyndi flokkurinn kæra hópnauðgun Nýs Afls.

Engin ummæli: