Á forsíðu fréttablaðsins í dag (7. febrúar 2007 37. tölublað, 7. árgangur) er frétt um misheppnaða morðtilraun á transgender konu. Átti það að hafa gerst aðfaranótt sunnudags. Morðtilraun er alvarlegt mál sama hver aðdragandinn er. Eins og með svo mörg önnur ofbeldisverk, þekktust gerandinn og fórnarlambið. Af greininni að dæma, hefði hún dáið ef hún hefði ekki getað varið sig.
Yfirskrift fréttarinnar var hinsvegar sjónarhóll gerandans. Það er undarleg blaðamennska að skrifa þannig að lesandinn er settur í fótspor gerandans. Ég get ekki annað en undrast, hvaða siðferðisvitund liggur þar á bakvið.
Ég þykist viss um að fólk sem er öruggt með sig og sína kynvitund, þykir sér ekki ógnað af transgender fólki. Ég þykist viss um að þarna hafi verið á ferðinn ofbeldishneigður og óöruggur karlmaður með lítið sjálfsmat. Hann á mína meðaumkvun að vera ekki meira karlmenni en þetta.
.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----
Megi Ó-Frjálslyndi flokkurinn safna að sér óalandi og óferjandi meðlimum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli