2006-12-22

Trúverðugleiki færeyskra stjórnmálamanna: Annfinn Kallsberg

Lengi vel var Annfinn Kallsberg bókhaldari í þekktu færeysku fyrirtæki. Þegar hann varð formaður færeyska íhaldsflokksins, Fólkaflokkurinn, og stefndi á að verða næsti lögmaður (ísl: forsætisráðherra) færeyinga, kom fram gagnrýni á að slíkur maður skyldi getað talist nógu trúverðugur til að hljóta þann heiður. Svotil öll blöð hafa haft greinar sem tala um meint misferli hanns sem bókhaldara á sínum tíma.

Á þjóðhátíðardegi Færeyinga, Ólafsvöku, vísaði Annfinn Kallsberg allri gagnrýni á bug, í ræðu sinni sem Lögmaður Færeyja. Þessi misnotkun á Lögmannsembættinu kom honum í koll síðar. Í bókinni “Skjót journalistin” eftir blaðamennina Øssur Winthereig og Grækaris Djurhuus Magnussen, sem kom út 2003, meðan Annfinn var lögmaður, var hulunni svipt af hinu meinta misferli. Kom þar meðal annars fram, að á þeim tíma sem Annfinn Kallsberg var bókhaldari, höfðu verið fluttar miklar fjárhæðir frá fyrirtækinu til tveggja skipa sem Annfinn var útgerðarmaður fyrir. Málið var afgreitt innann fyrirtækisins þar sem Annfinn endurgreiddi fjárhæðina, en málið var aldrei kært til lögreglu. Var þetta almennt þekkt sem hið skapandi bókhald Annfinns.

Fljótlega eftir að þessi bók kom út, krafðist Þjóðveldisflokkurinn að Anfinn hreinsaði sig að ásökunum sem settar voru fram í bókinni. Þáverandi lögmaður svaraði með því að reka alla ráðherra Þjóðveldisflokksins.

Stuttu seinna, 20. Januar 2004, sagði Annfinn Kallsberg af sér sem lögmaður og útskrifaði samstundis kosningar og hindraði þarmeð samstarfsflokk sinn Þjóðveldisflokkinn í að komast til valda.

Engin ummæli: