Baugsmálinu er endanlega lokið í dag. Hæstiréttur úrskurðaði að Baugsfeðgar og aðrir ákærðir í hinu svonefnda Baugsmáli voru öll sýknuð af ákærum á hendur þeim.
Mér skilst að Ríkissaksóknari hafi fyrir nokkru síðan sótt um aukafjárveitingu upp á 30 milljónir. Tap Baugs vegna þessa máls er líklega milljarðar. Heildarkostnaður þjóðfélagsins er verulegur og hver borgar brúsan nema Jón og Gunna? Líklegt er að enginn verði dreginn til ábyrgðar fyrir því tapi sem þetta málaferli hefur orsakað.
Það tap sem þjóðfélagið hefur orðið fyrir vegna bókhaldsóreiðu Byrgisins, verður hinsvegar haldið til haga, og líklegt er að fleiri en einn missi vinnuna. Þeir fíklar sem urðu edrú verða líklega gleymdir og fólkið sem var misnotað verður líklega einnig gleymt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli