2007-01-20

Mærulaus og athyglislaus.

Nóa Síríus konfektið sem ég fékk í jólagjöf var að klárast. Það er svosem ekkert voðalegt að hafa ekki mæru, en huggulegt að fá bita, hálfsofandi í rúminu. Að auki hefur mér tekist að gera mig svo óvinsæla, að nú er um einn lesandi á dag að blogginu mínu. Hvað get ég gert við því?Lesandi þessa bloggs, er beðinn að gefa sig fram tafarlaust vegna yfirvofandi hættu á leiðindum. Einn besti kúr við slíku væri líklega að skoða afmælið hans Ladda, en hann á afmæli í dag. Ef ég hefði tíma myndi ég kíkja þagað líka, en þá er hætt við að athyglissýkin taki yfirhönd og ég fari veltandi til Ladda og heilsi honum og óski honum til hamingju með afmælið.


Svo óforskömmuð einkenni

um athyglissýki

get ég ekki látið eftir mér.

Ó vorkennið mér!


Ég hef allt sem ég vill fá og eiga,

en samt vill ég meira.

Eitthvað sem lífið hefur uppá að bjóða.

Ó vorkennið mér!


Nú er ég sú óvinsælasta í bloggheimi.

Vill bara skrifa um

efni sem fólk á netinu nennir ekki að lesa.

Hvað get ég gert við því?