Þau okkar sem hafa upplifað að vera kynforeldri eða uppeldisforeldri, vita hversu gefandi og þroskandi það er. Þó að börnin okkar séu bara að láni í stuttan tíma, eru þau samt það besta sem við höfum nokkurn tíman eignast. Einmitt þessar tilfinningar eiga ekki að vera til í fólki með kynáttunarvanda.
Eitt af skilyrðunum fyrir aðstoð heilbrigðiskerfisins er sú ranghugmynd að fólk með kynáttunarvanda, hafi enga löngun til að eignast börn og sé eiginlega infantílt á því sviði. Annað skilyrði er að við höfum enga gleði af kynfærum okkar þrátt fyrir að allar manneskjur séu kynverur. Þetta er ein af ástæðunum fyrir gagnrýni minni á meðferðarúrræði og möguleika heilbrigðiskerfisins á kynáttunarvanda.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli