2007-01-04

Jólaleti

Jólin eru frábær tími til að elda meiri mat en hægt er að torga, og liggja síðan í leti. Annars var sjónvarpið sæmilegt. Sérstaklega berð þar að nefna Áramótaskaupið. Þegar um 10 mínútur voru liðnar af því og mér hafði ekki komið hlátur í hug, hafði ég or á að það væri afburða lélegt. Sem betur fer var í miðju skaupinu einhverskonar ávarp til þeirra sem fannst skaupið lélegt. Samkvæmt þessu ávarpi, var skaupið hafið yfir lélegan smekk, og þau sem höfðu engan skilning á húmor gátu með engu móti haft gaman af skaupinu. Þá skildi ég brandarann: Þetta var skírskotun í Nýju Fötin Keisarans, en þar voru þeir óhæfir í starfi sínu, er sáu ekki hin nýju glæsilegu föt Keisarans. Á svipaðan hátt voru þeir gjörsneyddir kímnigáfu er skildu ekki þetta frábæra skaup. Þar sem ég hef haldið mig vera með háa kímnivísitölu, áleit ég að skaupið hefði stórbatnað og að í raun væri ótrúlega fyndið að hrekkja þjóðina með grátlega leiðinlegum leiknum fréttaskotum úr stjórnmálum, þegar fólk standa spennt með flugeldana í höndunum og heitt kakó og jólasmákökur á borðum. Stórkostlega fyndið!

Þetta er eins og einn lélegasti þáttur nýrra tíma er heitir Tekinn, þar sem einhvert grandalaust smástirni er sett í óþægilega stöðu og gerir mannleg mistök meðan alþjóð fylgist með. Þarna varbrandaranum snúið við: Ein leikstjóraspíra hefur alþjóð að fífli að yfirlögðu ráði og skellihlær og auðvitað hlægjum við með sem höfum skilning á húmor. Hvað annað?

Engin ummæli: