Ég hef verið á nokkrum tónleikum um ævina og eftirminnilegustu tónleikarnir eru ætíð þeir sem eru í litlum sal þar sem áheyrendur og listamenn eru þétt saman. Andrúmsloftið inni hlýtt og afslappað, en úti var frost og skafrenningur. Hún beitir rödd sinni alveg ótrúlega flott og nákvæmlega. Gítarleikarinn lék undir í improvíseruðum blönduðum blues jazz stíl. Raddbeitingin hafði mest áhrif á mig í fyrsta lagi hennar sem ég man ekki hvað heitir. Þau lög sem ég man eftir eru My Favorite Things sem upprunalega er sungið af Julie Andrews, Walk on the Wild Side með Lou Reed, og I Am Calling You úr kvikmyndinni Bagdad Cafe . Í Walk On The Wild Side, þegar hún var komin að “ ... and the colored girls sang” gat ég ekki stillt mig um að byrja að syngja bakrödd lágt svo fáir heyrðu, tudu, dudu du du dududu du dudu ...
Þetta var verulega eftirminnilegt kvöld og mér finnst að ég sé ótrúlega heppin að fá að njóta upplifununar eins og þessarar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli