2007-01-08

Útskriftarveisla

Dóttir mín var að útskrifast sem stúdent. Við ákváðum þegar í byrjun desember að nota tækifærið og stíma fjölskyldu og vinum saman í Útskriftarveislu. Ég leigði huggulegan sal og allur frítími fimmtudags og föstudags fór í að leggja lokahönd á skipulag og gera matinn. Við höfðum ákveðið að gera allt sjálf og láta reyna á hvað við gætum. Veislan var haldin á þrettándanum og tókst framar vonum. Þau sem standa okkur nær, komu einnig með ýmisleg og auðvitað var þetta mikið meir en nóg af mat. Það er siður í okkar fjölskyldu og brást ekki í þetta skipti.


Það var mikil upplifun að vinna með þessu unga fólki og sjá áræði og dugnað og að þau vaxa með verkefnunum. Ég fyllist gleði í hvert sinn sem ég sé að næsta kynslóð gefur minni eigin kynslóð ekkert eftir, enda þurfti ekki mikið til. Ég á eftir að lifa hátt á gleðinni eftir þessa veislu, næstu vikurnar.


Engin ummæli: