2005-10-17

Samfélag einstaklinga.

Andkommúnistar sjálfstæðisflokksins.

Hinn nýi formaður Sjálfstæðisflokksins minntist, í ræðu sinni í gær, á einstaklingin og stillti einstaklingnum gegn þjóðfélaginu, með orðum sínum um að setja ætti þarfir einstaklingsins framar þörfum þjóðfélagsins. Slíkur hugsunarháttur samrýmist vel andfélagslegri hyggju, sem lítur á þjóðfélagið sem aðskotadýr. Í samanburði við kommúnisman þar sem þjóðfélagið var hin viðurkennda heild en þarfir einstaklingsins í besta falli hundsaðar en í versta falli var einstaklingunum fórnað á altari heildarinnar.

Séu orð formannsins skoðuð í þessu ljósi, sést að þau eru reyndar öfugur kommúnismi. Sjálfstæðismenn eru þarmeð sammála kommúnistum um, andstæða hagsmuni þjóðfélags og einstaklings.

Margrét Þatcher gekk reyndar svo langt að hún reyndi að afmá þjóðfélagið með kenningu sinni um að þjóðfélagið væri ekki til það væri einungis einstaklingar.

Þetta er svona svipað og að staðhæfa að skógar séu ekki til, aðeins tré. En á sama hátt og tréin mynda skóginn, mynda einstaklingarnir samfélagið. Það eru hagsmunir einstaklinga sem mynda hagsmuni samfélagsins. Hagsmunir einstaklinga eru til dæmis að halda uppi öflugri heilbrigðisþjónustu og skattheimtu sem tryggir fjárhagslegan grundvöll hennar á ábyrgan hátt.

Þegar vissir hagsmunahópar samfélagsins ráðast gegn öðrum hagsmunahópum samfélagsins, með skerðingu heilbrigðisþjónustu og skattalækkunum, er verið að blása í glæður vantrausts, og reiði, sem kallað getur á pólítiskar hefndaraðgerðir.

Skattalækkanir eru ofarlega á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins og þarmeð að veikja fjárhagslegan grundvöll almennrar þjónustu. Til að breiða yfir þessa stefnu, lýsir Sjálfstæðisflokkurinn yfir, að ekki skuli afnema bensínstyrk öryrkja. Það er augljóst að ríkisútgjöld vegna bensínstyrks öryrkja eru ekki mikil og einungis brot af þeim skattalækkunum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur á stefnuskrá sinni.

¤º°`°º¤ø,¸¸,ø¤º°`°º¤ø,¸¸,ø¤º°`°º¤ø,¸¸,ø

Góð vinkona mín, Anna Kristjánsdóttir, sem alltaf reynist vinum sínum vel, skemmti sér konunglega á Árhsátíð Orkuveitunnar á laugardag. Kalt var í veðri, og vindur í minna lagi, er hún sá um að krónurnar rúlluðu í kassa Orkuveitunnar henni til ómældrar gleði. Í glettni lét hún hafa eftir sér að það hefði mátt vera svolítið kaldara. Lítill vafi er á, að Orkuveitan á góðan að í henni.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úff, var ég á árshátíð? ég hélt að ég hefði verið á vaktinni að veita íbúum Reykjavíkur birtu og yl

Anna Jonna sagði...

Hva? Er það ekki árshátíð?