2005-10-25

Ráðning er launungamál.

Í gær var útifundur um meðal annars kynbundin launamun. Þar mættu um 50 þús. Manns. Sama dag, fékk ég email um að ég hefði ekki fengið starf sem ég sótti um. Ég sótti um í gegn um þekkt ráðningafyrirtæki sem upplýsti aldrei hvaða fyrirtæki væri um að ræða. Engar upplýsingar voru gefnar um málsmeðferð eða hverjir hefðu haft upplýsingar mínar undir höndum.

Mér finnst áhyggjuefni, að meðan stjórnvöld leggja áherslu á aðgengileika einstaklinga og fyrirtækja að persónuupplýsingum um einstaklinga, eru fyrirtæki í vaxandi mæli að fela sínar upplýsingar. Ég fæ líklega aldrei að vita hvaða fyrirtæki það var sem ég sótti um hjá.

Þegar fyrirtæki fara svo laumulega með ráðningar, er ómögulegt að ganga úr skugga um hvort hæfasta manneskjan hafi verið ráðin, eða hvort kynferði hafi verið afgerandi við ráðninguna.

Hér á eftir er tilkynning sem mér barst um starfið frá fyrirtækinu Mannafli / IMG:

Ágæti umsækjandi

Úrvinnslu umsókna í ofangreint starf er lokið. Að þessu sinni hefur verið ákveðið að ráða annan einstakling í starfið.

Forráðamenn fyrirtækisins hafa beðið mig um að koma á framfæri þakklæti fyrir umsókn þína og þann áhuga sem þú sýndir starfinu.

Við viljum gjarnan geyma umsókn þína áfram í þeirri von að annað sambærilegt starf bjóðist. Við hvetjum þig eindregið til að fylgjast með auglýstum störfum á heimasíðu okkar og sækja aftur um ef þú sérð starf sem vekur áhuga þinn og þú uppfyllir hæfniskröfur.

Óskir þú þess að umsókn þín sé ekki lengur í okkar vörslu þá vinsamlegast hafðu samband við okkur og við munum taka þig af skrá.

Með kveðju,

F.H. Helgu Jónsdóttur

María Jóhannsdóttir

Engin ummæli: