2005-10-19

Hvort okkar er hitt kynið.

Í Kastljósinu (fallbeygt með eða án greinis) í gærkvöldi var meðal annars fjallað um unga konu sem hefur ótvíræð einkenni karmanns. Íslensk stjórnvöld hafa lengi vel þráast á móti þeirri staðreynd að kynferði og kyngervi eru ekki það sama. Á klósettum, í sundlaugum og í samtökum er fólk flokkað eftir kyngerfi og síða sorterað frá ef kynferði þess er ekki í samræmi við þetta. Á meða svokölluð jafnréttisbarátta er í algleymingi, þar sem VR stendur fyrir auglýsingaherferð undir slagorðunum ”Láttu ekki útlitið blekkja þig”, er talað um jafnan rétt kvenna og karla. Þegar talað er um að útrýma mismunun vegna kynferðis, þagna svokallaðir jafnréttispostular.

Hver og ein manneskja hefur hagsmuna að gæta vegna kyngerfis síns. Þessir hagsmunir eru að mestu leyti félagslegir en út frá félagslegum hagsmunum tengjast efnahagslegir hagsmunir, atvinnumöguleikar, menntun og lífsgæði.

Þessi unga kona lýsti aðferðum hennar til að gæta félagslegra hagsmuna sinna og hún nefndi meðal annars salerni sem aðskilja fólk eftir kyngerfi. Fram til þessa hefur fólki eins og henni verið meinaður aðgangur að slíkum salernum.

Ég er ekki hér að tala um að setja skuli að jöfnu, það sem ekki er jafnt. Ég tala hér um að útrýma mismunun vegna kynferðis. Ég tala hér um, að ekki megi setja hagsmuni hópsins hærra en einstaklingsins, rétt eins og ekki má setja hagsmuni eins einstaklings hærra en hagsmuni annarra einstaklinga hvort sem þeir mynda hóp eða ekki.

Engin ummæli: