Síðan baráttufund kvenna 1975 eru 30 ár liðin og kynbundinn launamunur er enn til. Edda Björgvinsdóttir leikari spurði á baráttufundinum þeirri augljósu spurningu: Hvað er að?
Hvað getur valdið því að 30 ára barátta meirihluta landsmanna hefur litlu áorkað? Mér dettur í hug textinn Lorteland eftir Steffen Brandt í dönsku hljómsveitinni TV 2 (hér þýtt á íslensku)
Og aldrei nokkurntíman hafa svo margir,
verið jafn sammála um svo mikið.
Og sjaldan hafa svo fáir gert svo lítið
aldrei höfum við tekið svo stóra sjensa
til að bæta líf okkar
Og sjaldan hafa svo fáir haft jafn mikinn rétt
til að eyðileggja alt, fyrir svo mörgum.
Aldrei hafa svo margir sést svo lítið
og séð svo mikið af heimi sem enginn skilur
Sjaldan í sögunni hafa hinir flestu verið svo fáir,
og grætt svo mikið, gefið svo lítið
geispað svo hátt, hugsað svo lágt,
meðan þau hlógu
alla leið
niður í banka.
Valgerður Bjarnadóttir þóttist hafa svarið á reiðum höndum. Það var karlaveldið, sama svarið og gefið var fyrir 30 árum síðan. Í ljósi titils þessa pistils, væri áhugavert að fá að vita hvort hún ætlar að halda þessari skoðun sinni til streitu næstu 30 árin.
Amal Tamini hélt ræðu sem markar nýja stefnu í jafnréttisbaráttunni. Í staðinn fyrir að benda á sökudólga, benti hún á hvað væri að og möguleika til að bæta úr því. Það er kominn tími á stefnubreytingu í jafnréttisbaráttunni. Stéttabaráttan er dauð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli