2006-12-24

Trúverðugleiki færeyskra stjórnmálamanna: Alfred Olsen


Sambandsflokkurinn hefur lengi haft Alfred Olsen í áhöfn sinni. Sambandsflokkurinn hefur svipaðan sögulegan bakgrunn og Framsóknarflokkurinn og margt er skyld með þeim. Alfred er hinsvegar þeirrar skoðunar að Færeyjum skuli fyrst og fremst stjórnað af svokölluðum lögmálum Biblíunnar fremur en landslögum. Stuttu eftir að færeyska þingið þann, 15. desember 2006, samþykkti tillögu til breytingar á grein 266b um bann við hatursglæpum gegn samkynhneigðum, tók hann á það ráð sem varaformaður Sambandsflokksins og þingmaður sitjandi ríkisstjórnar, að segja sig úr ríkisstjórninni. Það ber að nefna að við erum að tala um Sambandsflokkinn sem Edmund Jóensen var lengi formaður fyrir. Núverandi lögmaður Jóannes Eidesgaard, sagði að ákvörðun Alfreds væri algerlega út í hött (fo: “heilt ótrúliga langt úti”).

Að mínu mati hefur Alfred ekki framið pólítískt sjálfsmorð heldur hefur hann fyrirgert öllu pólítisku trausti innan Sambandsflokksins, Jafnaðarmannaflokksins og Íhaldsflokksins, sem nú eru í ríkisstjórn.

Engin ummæli: