2006-12-20

Trúverðugleiki færeyskra stjórnmálamanna

Ég skal viðurkenna að ég er ekki óvilhöll í þessari umræðu því ég hef viss fjölskyldutengsl við Edmund Jóensen fyrrverandi løgmann Føroya. Tengdafaðir minn heitinn var mágur bróður hanns. Þegar ég bjó í Færeyjum, frá 2002 til 2005 var alltaf talað um hann af mikilli virðingu innann fjölskyldunnar og eftir að ég spjallaði svolítið við hann í sjötugsafmæli bróður hans, má segja að virðing mín fyrir þessum manni hafi aukist enn meir, þó að spjallið hafi verið um garðrækt. En samt sem áður langar mig að bera saman 4 stjórnmálamenn í sambandi við að þrír þeirra hafa tekið sig saman um tillögu varðandi grein 266b (bann við kynþáttahatri eða hatursglæpum).

Edmund Jóensen, sagði eftir atkvæðagreiðsluna í annarri afgreiðslu að tími væri komin til að samþykkja 266b og að umburðarlyndi færeyinga hefði sigrað. Til að rökstyðja það sagði hann að hann hefði greitt atkvæði fyrir mannréttindasáttmálanum á sínum tíma og nú ætlaði hann að klára það sem hann var byrjaður á með því að tryggja að verndun minnihlutahópa nái einnig til samkynhneigðra. Hægt er að grafa upp skít um alla en ég ætla ekki að gera það hér.

Hinir þrír sem ég vil nefna eru Jenis av Rana, Karstin Hansen og Annfinn Kallsberg. Það er líka hægt að grafa upp skít um þá og ég ætla heldur ekki að gera það hér, heldur ætla ég að eins að lýsa pólítískum aðdraganda tillögunnar um 266b. Þessir menn ætla nú að leggja fram tillögu um að breytingin við grein 266b verði send til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er eitt af því heimskulegasta sem ég hef heyrt færeyska þingmenn segja. Eftir að tillagan er samþykkt í þriðju málsmeðferð í þinginu, halda þeir að hægt sé að taka það aftur og senda til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Engin ummæli: