2006-12-13

Jógvan á Lakjuni: Endalokin eru nærri nú.

Menntamálaráðherra Færeyja fékk enn eitt menningarsvartsýniskastið, þegar ljóst var að færeyska þingið styður tillögu til laga um að verndun minnihlutahópa nái einnig til samkynhneigðra í Færeyjum.

Um klukkan 10 í morgun (13. desember 2006) lá ljóst fyrir að 17 þingmenn styðja tillöguna en 13 eru á móti, Heðinn Zakaríassen borgarstjóri sunda kommúnu var ekki viðstaddur, en hann er einnig talinn vera á móti tillögunni. Eitt atkvæði var autt.

Menntamálaráðherrann lét hafa eftir sér: “Þetta leiðir ekki til blessunar fyrir Færeyjar.” Einnig taldi hann að ef þessi réttarbót næði fram að ganga, myndi það næsta vera skráð sambúð. barneignir samkynhneigðra með tæknifrjóvgun, hjónaband og aðrar réttarbætur fyrir samkynhneigða í Færeyjum. Slíkt taldi hann vera hið versta mál. Hann heitir nú á færeyska þingmenn að greiða atkvæði gegn tillögunni.

Edmund Jóensen, fyrrverandi forsætisráðherra færeyinga, sagði eftir atkvæðagreiðsluna í að tími væri komin til að samþykkja 266b og að umburðarlyndi færeyinga hefði sigrað. Hann fagnaði að núverandi forsætisráðherra færeyinga og formaður færeyska þingsins styðja tillöguna.

Þetta er einungis önnur meðferð málsins en endanleg atkvæðagreiðsla er við þriðju meðferð.

Málið var fyrst lagt fram á færeyska þinginu þann 17. október 2006.

http://www.logting.fo/logtingsmal/Logtingsmal06/VanligTingmal/020.06Revsilog-Samkynd.htm

Í fyrstu málsferð ákvað þingið að senda málið tið réttarnefndar til álitsgjafar. Afstaða réttarnefndarinnar var sú að 3 meðlimir voru á móti, 3 voru fylgjandi og einn sat hjá. Síðan var málið aftur í höndum þingsins.

Við venjulega afgreiðslu mála, eru þau tekin þrisvar fyrir, og eftir það eru greidd atkvæði um málið. Svo virðist sem að þingið hafi neyðst til að greiða atkvæði við aðra málsmeðferð um að taka það til þriðju málsmeðferðar, þar sem réttarnefndin skilaði í raun ekki áliti.

Engin ummæli: