2006-12-19

Hver er réttarstaða þeirra Íslendinga sem breyta vilja kyni sínu?

Í lok hvers misseris vinna nemendur við Háskólann á Bifröst, sjálfstætt hópverkefni og ákveður hver nemendahópur viðfangsefni sitt. Eitt af hópverkefnum þessum fjallaði um áðurnefnda réttarstöðu.

Sex nemendur í viðskiptalögfræði sem allar voru konur á fyrsta og öðru ári, fóru nokkuð djúpt í Stjórnsýslulöggjöfina, Stjórnarskránna ásamt Mannréttinda Sáttmála Evrópu.

Aflað var heimilda hjá hagstofu, landlækni, biskupsstofu, þjóðskrá. Einnig sat Elísa ásamt mér fyrir svörum þann 29. nóvember í húsnæði Samtakanna 78 og voru þar endursýndar myndirnar er kynntar höfðu verið undir nafninu Hvað Er Trans.

Hópurinn skilaði skýrslu með áliti sínu og fór vörnin fram fimmtudag 14. desember 2006 kl 14:30 að Bifröst. Óvenjulega margir áheyrendur voru, fyrir utan leiðbeinanda hópsins, prófdómara og nemendahóp sem á vissan hátt voru andmælendur. Táknrænt var að þeir voru allir karlkyns.

Áheyrendur voru um það bil jafnt af báðum kynjum. Kynskipting var því nokkuð jöfn.

Við umræðurnar kom í ljós að þegar fjallað er um þetta mál, reynir mikið á þekkingu á mannréttindum og Stjórnsýslulöggjöf. Sérstaklega var farið djúpt í hvar mörkin eru milli þess sem MSE ákvarðar og landslög ákvarða. Eftir vörnina vorum við allar mjög ánægðar með árangurinn.

Við Elísa höfum þegar yfirfarið skýrsluna og endurbætt lagalega röksemdafærslu umsóknar um nafnabreytingu. Við vinnum nú að því að leggja inn nýja umsókn fyrir jól.

Engin ummæli: