Nokkrir færeyskir þingmenn vinna nú að nýrri tillögu varðandi samkynhneigð. Þeir vilja fá fólk til að taka afstöðu til þess hvort samkynhneigt fólk eigi að hafa rétt á skráðri sambúð. barneignum með tæknifrjóvgun og hjónabandi. Tillagan á að enda með þjóðaratkvæðagreiðslu sem þó aðeins verður talin gild ef niðurstaðan er rétt samkvæmt þeirra mati.
2006-12-29
2006-12-24
Trúverðugleiki færeyskra stjórnmálamanna: Alfred Olsen
Sambandsflokkurinn hefur lengi haft Alfred Olsen í áhöfn sinni. Sambandsflokkurinn hefur svipaðan sögulegan bakgrunn og Framsóknarflokkurinn og margt er skyld með þeim. Alfred er hinsvegar þeirrar skoðunar að Færeyjum skuli fyrst og fremst stjórnað af svokölluðum lögmálum Biblíunnar fremur en landslögum. Stuttu eftir að færeyska þingið þann, 15. desember 2006, samþykkti tillögu til breytingar á grein 266b um bann við hatursglæpum gegn samkynhneigðum, tók hann á það ráð sem varaformaður Sambandsflokksins og þingmaður sitjandi ríkisstjórnar, að segja sig úr ríkisstjórninni. Það ber að nefna að við erum að tala um Sambandsflokkinn sem Edmund Jóensen var lengi formaður fyrir. Núverandi lögmaður Jóannes Eidesgaard, sagði að ákvörðun Alfreds væri algerlega út í hött (fo: “heilt ótrúliga langt úti”).
Að mínu mati hefur Alfred ekki framið pólítískt sjálfsmorð heldur hefur hann fyrirgert öllu pólítisku trausti innan Sambandsflokksins, Jafnaðarmannaflokksins og Íhaldsflokksins, sem nú eru í ríkisstjórn.
2006-12-23
Trúverðugleiki færeyskra stjórnmálamanna: Karstin Hansen
Einn af öflugri stjórnmálamönnum þjóðveldisflokksins, er Karstin Hansen, eða öllu heldur var, því hann hefur nýlega sagt skilið við flokkinn vegna stuðning flokksins við tillögu til breytingar á grein 266b um bann við hatursglæpum gegn samkynhneigðum. Hann var ötull í starfi sínu fyrir flokkinn. Takmark hans, að hans eigin sögn, að Færeyjar verði fullvalda þjóð. Hann var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Íhaldsflokksins, Miðflokksins og Þjóðveldisflokksins fram til ársloka 2003, þegar hann ásamt öðrum ráðherrum Þjóðveldisflokksins var rekinn vegna ásakana um meint fjármálamisferli Annfinns Kallsbergs. Hann var einn af aðalmönnunum í áætlun þáverandi ríkisstjórnar um verulegan niðurskurð á fjárframlögum dana til Færeyja (fo: blokkstuðul). Þeim tókst að sannfæra fólk um að Færeyjar gætu verið án rúmlega 360 Milljóna DKK miðað við árið 2001. Danska og færeyska ríkisstjórnin skrifuðu undir samkomulag um þetta.
Með þessum áfanga, taldi Karstin Hansen að færeyingar væru mun nær fjárhagslegu sjálfstæði. Hann hefur fram til þessa ávallt talað um að mikilvægasta málefni sitt, væri sjálfstæði færeyinga.
Eftir að færeyska þingið hafði samþykkt ofannefnda tillögu um grein 266b, brá hann á það ráð að segja sig úr þjóðveldisflokknum. Að mínu mati er þetta pólítískt sjálfsmorð. Hann er nú á þingi sem óflokksbundinn þingmaður og er einn af þeim er ætla að leggja fyrir þingið tillögu til þjóðaratkvæðagreiðslu um samkynhneigð.
2006-12-22
Marz og Venuz
Trúverðugleiki færeyskra stjórnmálamanna: Annfinn Kallsberg
Lengi vel var Annfinn Kallsberg bókhaldari í þekktu færeysku fyrirtæki. Þegar hann varð formaður færeyska íhaldsflokksins, Fólkaflokkurinn, og stefndi á að verða næsti lögmaður (ísl: forsætisráðherra) færeyinga, kom fram gagnrýni á að slíkur maður skyldi getað talist nógu trúverðugur til að hljóta þann heiður. Svotil öll blöð hafa haft greinar sem tala um meint misferli hanns sem bókhaldara á sínum tíma.
Á þjóðhátíðardegi Færeyinga, Ólafsvöku, vísaði Annfinn Kallsberg allri gagnrýni á bug, í ræðu sinni sem Lögmaður Færeyja. Þessi misnotkun á Lögmannsembættinu kom honum í koll síðar. Í bókinni “Skjót journalistin” eftir blaðamennina Øssur Winthereig og Grækaris Djurhuus Magnussen, sem kom út 2003, meðan Annfinn var lögmaður, var hulunni svipt af hinu meinta misferli. Kom þar meðal annars fram, að á þeim tíma sem Annfinn Kallsberg var bókhaldari, höfðu verið fluttar miklar fjárhæðir frá fyrirtækinu til tveggja skipa sem Annfinn var útgerðarmaður fyrir. Málið var afgreitt innann fyrirtækisins þar sem Annfinn endurgreiddi fjárhæðina, en málið var aldrei kært til lögreglu. Var þetta almennt þekkt sem hið skapandi bókhald Annfinns.
Fljótlega eftir að þessi bók kom út, krafðist Þjóðveldisflokkurinn að Anfinn hreinsaði sig að ásökunum sem settar voru fram í bókinni. Þáverandi lögmaður svaraði með því að reka alla ráðherra Þjóðveldisflokksins.
Stuttu seinna, 20. Januar 2004, sagði Annfinn Kallsberg af sér sem lögmaður og útskrifaði samstundis kosningar og hindraði þarmeð samstarfsflokk sinn Þjóðveldisflokkinn í að komast til valda.
2006-12-21
Trúverðugleiki færeyskra stjórnmálamanna: Jenis av Rana
Jenis av Rana er heimilislæknir, formaður Miðflokksins er hefur á stefnuskrá sinni að Færeyjum verði stjórnað eftir því sem flokkurinn kallar lögum Biblíunnar. Einnig er hann háttsettur í vissri trúarhreyfingu í Færeyjum. Hann hefur skrifað reglulega í blöðin um samkynhneigð. Eitt það eftirminnilegasta sem ég man frá því ég var nýfarin frá Færeyjum er grein sem birtist í blöðunum eftir hann sem lýsa átti símtali samkynhneigðs manns við hann og hversu illa þessum manni leið. Greinin var innihélt margar beinar tilvitnanir þar sem orð þessa óþekkta manns voru í gæsalöppum eins og tíðkast með beinar tilvitnanir. Þarna voru margar heilar setningar.
Dagana eftir að þessi grein birtist voru nokkrir pistlar í blöðunum þar sem fólk undraðist hversu ótrúlega minnugur Jenis av Rana var. Hvort hann hefði skrifað samtalið niður eða notað upptökutæki án vitundar mannsins. Hann taldi að hann hefði munað allt þetta orðrétt og að hann færi hárrétt með hvert orð.
Nú gerðist það í haust að að 16. ára stúlka kom til hans í læknisvitjun. Þessi stúlka var í fjölskyldu sem er í söfnuði Jenis av Rana. Hún sagði frá kynferðislegu áreiti föður síns. Aðspurð sagði stúlkan að hún vildi ekki að hann talaði við foreldra hennar um þetta. Hann hélt þeirri skoðun sinni að stúlkunni að, best væri að tala við foreldrana en hún tók skýrt fram að það vildi hún ekki. Eftir samtalið hafði Jenis samband við Foreldrana og boðaði þau á sinn fund ásamt stúlkunni. Ætlun hans var að fá þau til að sættast eins og hann komst að orði seinna, en í raun vildi hann ekki að þetta bærist út fyrir söfnuðinn. Þó að færeysk barnaverndarlög kveði á um að slíkt skuli tilkynnt til barnaverndarnefndar, gerði hann það ekki. Málið var kært og enn er ekki komin niðurstaða um hvort hann hafi brotið gegn þagnarskyldu lækna og brotið gegn barnaverndarlögum.
2006-12-20
Trúverðugleiki færeyskra stjórnmálamanna
Edmund Jóensen, sagði eftir atkvæðagreiðsluna í annarri afgreiðslu að tími væri komin til að samþykkja 266b og að umburðarlyndi færeyinga hefði sigrað. Til að rökstyðja það sagði hann að hann hefði greitt atkvæði fyrir mannréttindasáttmálanum á sínum tíma og nú ætlaði hann að klára það sem hann var byrjaður á með því að tryggja að verndun minnihlutahópa nái einnig til samkynhneigðra. Hægt er að grafa upp skít um alla en ég ætla ekki að gera það hér.
Hinir þrír sem ég vil nefna eru Jenis av Rana, Karstin Hansen og Annfinn Kallsberg. Það er líka hægt að grafa upp skít um þá og ég ætla heldur ekki að gera það hér, heldur ætla ég að eins að lýsa pólítískum aðdraganda tillögunnar um 266b. Þessir menn ætla nú að leggja fram tillögu um að breytingin við grein 266b verði send til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er eitt af því heimskulegasta sem ég hef heyrt færeyska þingmenn segja. Eftir að tillagan er samþykkt í þriðju málsmeðferð í þinginu, halda þeir að hægt sé að taka það aftur og senda til þjóðaratkvæðagreiðslu.
2006-12-19
Hver er réttarstaða þeirra Íslendinga sem breyta vilja kyni sínu?
Í lok hvers misseris vinna nemendur við Háskólann á Bifröst, sjálfstætt hópverkefni og ákveður hver nemendahópur viðfangsefni sitt. Eitt af hópverkefnum þessum fjallaði um áðurnefnda réttarstöðu.
Sex nemendur í viðskiptalögfræði sem allar voru konur á fyrsta og öðru ári, fóru nokkuð djúpt í Stjórnsýslulöggjöfina, Stjórnarskránna ásamt Mannréttinda Sáttmála Evrópu.
Aflað var heimilda hjá hagstofu, landlækni, biskupsstofu, þjóðskrá. Einnig sat Elísa ásamt mér fyrir svörum þann 29. nóvember í húsnæði Samtakanna 78 og voru þar endursýndar myndirnar er kynntar höfðu verið undir nafninu Hvað Er Trans.
Hópurinn skilaði skýrslu með áliti sínu og fór vörnin fram fimmtudag 14. desember 2006 kl 14:30 að Bifröst. Óvenjulega margir áheyrendur voru, fyrir utan leiðbeinanda hópsins, prófdómara og nemendahóp sem á vissan hátt voru andmælendur. Táknrænt var að þeir voru allir karlkyns.
Áheyrendur voru um það bil jafnt af báðum kynjum. Kynskipting var því nokkuð jöfn.
Við umræðurnar kom í ljós að þegar fjallað er um þetta mál, reynir mikið á þekkingu á mannréttindum og Stjórnsýslulöggjöf. Sérstaklega var farið djúpt í hvar mörkin eru milli þess sem MSE ákvarðar og landslög ákvarða. Eftir vörnina vorum við allar mjög ánægðar með árangurinn.
Við Elísa höfum þegar yfirfarið skýrsluna og endurbætt lagalega röksemdafærslu umsóknar um nafnabreytingu. Við vinnum nú að því að leggja inn nýja umsókn fyrir jól.
2006-12-18
Frammi fyrir Lögunum.
2006-12-18 Der Prozess: Vor dem Gesetz
Frammi fyrir Lögunum.
Sagan um bóndann sem leitar réttvísinnar hefur verið mér ógleymanleg síðan ég heyrði hana fyrst. Höfundurinn er Franz Kafka sem var þýskumælandi pólskur gyðingur sem skrifaði söguna “Vor dem Gesetz” árið 1914, inn í stærri sögu er fékk titilinn Der Prozess sem er klassískt meistaraverk. Sagan kemur fyrir aftarlega í 9. kafla “Der Prozess” og er um hálf önnur blaðsíða.
Söguna má finna í heild sinni á upphaflega tungumálinu hér:
http://www.logoslibrary.eu/pls/wordtc/new_wordtheque.w6_start.doc?code=25106&lang=DE
Einnig má á frummálinu, finna þann hluta sögunnar sem kallast Vor dem Gesetz:
http://www.franz-kafka.net/ein-landarzt/vor-dem-gesetz.html
Sagan hefur verið túlkuð á fleiri vegu, þ.á.m. hugmyndafræðilega, bókmenntalega og sálfræðilega.
Kafka hefur í þessari sögu verið talinn exístensíalisti:
http://www.tameri.com/csw/exist/kafka.shtml
I would suggest the greatest sin, especially in existentialism, is a failure to be authentic in the sense Jean-Paul Sartre used the term. Something does not seem authentic about most of Kafka’s characters — they do not seem true to themselves. It is one thing to accept a situation, it is another to fail to assert an identity.
Hér er sálfræðileg greining.
http://www.pep-web.org/document.php?id=paq.065.0561a
My goal is to show how the concept of a particular type of superego pressure can be used to understand the subtle irony in The Trial. Although Joseph K.'s behavior frequently involves oedipal crimes, there are many preoedipal themes that help account for his experience of the Court.
Hér er ein af mörgum umræðum um söguna.
2006-12-15
Færeyska þingið samþykkti breytingu á grein 266b .
Í þessum skrifuðum orðum hefur færeyska þingið samþykkt tillögu til laga um að verndun minnihlutahópa nái einnig til samkynhneigðra í Færeyjum við þriðju málsmeðferð. Við atkvæðagreiðslu voru 17 atkvæði fylgjandi og 15 á móti.
Grein 266b er almennt kölluð “rasismeparagraffen” í dönskum og færeyskum lögum, sem þýðir greinin um bann við kynþáttahatri.
2006-12-13
Jógvan á Lakjuni: Endalokin eru nærri nú.
Menntamálaráðherra Færeyja fékk enn eitt menningarsvartsýniskastið, þegar ljóst var að færeyska þingið styður tillögu til laga um að verndun minnihlutahópa nái einnig til samkynhneigðra í Færeyjum.
Um klukkan 10 í morgun (13. desember 2006) lá ljóst fyrir að 17 þingmenn styðja tillöguna en 13 eru á móti, Heðinn Zakaríassen borgarstjóri sunda kommúnu var ekki viðstaddur, en hann er einnig talinn vera á móti tillögunni. Eitt atkvæði var autt.
Menntamálaráðherrann lét hafa eftir sér: “Þetta leiðir ekki til blessunar fyrir Færeyjar.” Einnig taldi hann að ef þessi réttarbót næði fram að ganga, myndi það næsta vera skráð sambúð. barneignir samkynhneigðra með tæknifrjóvgun, hjónaband og aðrar réttarbætur fyrir samkynhneigða í Færeyjum. Slíkt taldi hann vera hið versta mál. Hann heitir nú á færeyska þingmenn að greiða atkvæði gegn tillögunni.
Edmund Jóensen, fyrrverandi forsætisráðherra færeyinga, sagði eftir atkvæðagreiðsluna í að tími væri komin til að samþykkja 266b og að umburðarlyndi færeyinga hefði sigrað. Hann fagnaði að núverandi forsætisráðherra færeyinga og formaður færeyska þingsins styðja tillöguna.
Þetta er einungis önnur meðferð málsins en endanleg atkvæðagreiðsla er við þriðju meðferð.
Málið var fyrst lagt fram á færeyska þinginu þann 17. október 2006.
http://www.logting.fo/logtingsmal/Logtingsmal06/VanligTingmal/020.06Revsilog-Samkynd.htm
Í fyrstu málsferð ákvað þingið að senda málið tið réttarnefndar til álitsgjafar. Afstaða réttarnefndarinnar var sú að 3 meðlimir voru á móti, 3 voru fylgjandi og einn sat hjá. Síðan var málið aftur í höndum þingsins.
Við venjulega afgreiðslu mála, eru þau tekin þrisvar fyrir, og eftir það eru greidd atkvæði um málið. Svo virðist sem að þingið hafi neyðst til að greiða atkvæði við aðra málsmeðferð um að taka það til þriðju málsmeðferðar, þar sem réttarnefndin skilaði í raun ekki áliti.