2005-11-07

Meira um úngar stúlkur.

Fyrir nokkrum vikum glumdi sjónvarpsauglýsing í eyrum mér sem ég gleymi seint.

Í þjóðfélagi þar sem allir vilja vera eins og kvikmyndastjörnur, inniheldur auglýsingatextinn ”Glamúrgellan Vala” þann boðskap, að þar sé komin persóna sem er að minnsta kosti eins og kvikmyndastjarna ef ekki meir. Auglýsingatextinn var hinsvegar ”Glamúrgellan Valur”. Andstæður kynsins í orðunum, Glamúrgellan Valur, fær staðhæfinguna um glamúrgelluna til að detta á gólfið. Á þennan hátt fella höfundar auglýsingarinnar hugmyndina um Glamúr og gellu í gólfið.

Ef höfundar auglýsingarinnar hefðu haft réttmæti og sanngirni að leiðarljósi hefðu þeir gert sér ljóst, að þó að Vala eigi við kynáttunarvanda að stríða, hefur hún sömu drauma og þrár og aðrar stelpur á hennar aldri. Alveg eins og aðrar stelpur á hennar aldri, er hún að gera tilraunir með föt, liti og förðun. Þetta er nokkuð sem flestar konur þekkja sem nauðsynlegan hluta af þroska þeirra; að læra að þekkja líkama sinn og andlit. Að gera þetta að staðhæfingu um glamúrgellu er út í hött. Ég hef ekki lesið það blað sem þessi auglýsing var fyrir, en ég vil óhikað staðhæfa að Vala hafi verið svikin með þessari auglýsingu.

Eins og íslensk lög eru í dag hefur hún engan möguleika á að fá nafnið Vala.

Engin ummæli: