2005-11-15

Framsóknarmannréttindi?

Í Stjórnarskrá hins stolta Lýðveldis Íslands eru innrituð mannréttindi samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu. Þessi mannréttindi kveða meðal annars á um réttinn til lífs, öryggis, húsaskjóls og matar.

Svo hefur þetta stolta lýðveldi stofnanir til að þessi réttindi í von um að einnig megi gefa fólki mannsæmandi tilveru.

Ein af þessum stofnunum heitir Tryggingastofnun Ríkisins. Nafnið eitt hljómar eins og loforð um öryggi, félagslegt öryggi, eins og tryggingafyrirtæki. Nú eru fleiri tryggingafyrirtæki hér til lands og ef manni líkar ekki þjónustan þar, fer maður til annars tryggingafyrirtækis í von um að fá bætta þjónustu.

Það sem er svo sniðugt við þessa stofnun er, að allir eru alltaf að borga tryggingar sínar þar, allir sem eru skattskyldir í þessu landi. Hvað gerir maður svo ef manni líkar ekki þjónustan? Jú jú, maður getur akkúrat ekkert gert, því TR gegnir því hlutverki að tryggja félagslegt öryggi allra sem á Íslandi búa.

Maður er nefndur Valur sem ég er stolt af að mega kalla vin minn. Hann hefur ólæknandi sjúkdóm er nefnist MND. Vegna þessa sjúkdóms er hann 100% öryrki og því er það siðferðileg skylda þjóðfélagsins að tryggja félagslegt öryggi hans bæði hvað varðar félagslegt öryggi, húsaskjól og mat.

Nú gerist það að TR ákveður að Valur hafi enga þörf fyrir fyrir húsaskjól, mat og félagslegt öryggi í 3 mánuði. Þetta er vægast sagt merkileg ákvörðun! Afleiðingarnar af henni eru að TR kippir stoðum undan lífi Vals. Það er svartur húmor að segja að hann geti nú þegar pantað sér líkkistu og jarðarfarardag. Kannski væri við hæfi að mótmæla þessu athæfi með sviðssettri jarðarför lífs Vals.

Eitthvað verður að gera!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þakka þér kærlega fyrir vinkona , og er það mér mikils virði að fá stuðning þinn . Og varðandi Jarðarför mína þá sé ég hvað þú átt við á Táknrænan hátt ( en höfum þá hugmynd bara á bakvið eyrað svona fyrst um sinn )vonum hið besta að Framsóknarráðherrar séu til í að útbýta réttlæti til allra , og Öryrkja líka . kveðja Valur