2005-11-09

Frelsi til að velja fornafn.

Evrópuráðstefna um kyngerfi. 1. þáttur.

Flest okkar ganga út frá því sem sjálfsögðuðum hlut, að hafa fornafn í samræmi við kyngervi okkar. Þó er nokkuð um tilfelli þar sem stjórnvöld meina fólki að samræma fornafn og kyngervi. Nýjasta dæmið er ung stúlka úr Keflavík. Eins og íslensk lög eru í dag hefur hún engan möguleika á að fá nafnið Vala eða neitta annað kvenmannsnafn fyrr en kynskiptiaðgerð hennar er lokið. Slík aðstaða er með öllu óþolandi.


Eitt erlent dæmi er um Gwen Araujo (F. 24. febrúar, 1985 , D. 4. október 2002) sem var myrt á hrottalegan hátt árið 2002 aðeins 17. ára gömul. Móðir hennar sótti um sérstakt leyfi til að breyta nafni hennar eftir látt hennar, sem áður hafði verið Edward, í Gwen. Það sem hún gat ekki fengið meðan hún lifði gat hún fengið þegar hún var látin.









Annað erlent dæmi er hin 15 ára gamla Tesia Samara sem framdi sjálfsmorð vegna eineltis og árása á hana í skóla hennar.

Við sem erum komin lifandi í gegnum þetta erfiða tímabil sem unglingsárin eru, vitum mætavel hversu mikið álag þetta er. Yfirvöld gera fólki lífið ennþá erfiðara með því að neyða það til að ganga undir nafni sem samrýmist ekki kyngerfi þess.

Evrópuráðstefna um kyngerfi hefur sett þetta málefni á dagskrá.

Í raun eru reglugerðir og lög um fornöfn mjög ólík eftir löndum og órökrétt. Lögin eru að hluta til af menningarlegum ástæðum og að hluta til af stjórnsýslulegum ástæðum og eru í andsögn við Evrópska Mannréttindasáttmálann.

Evrópuráðstefnan hefur meðal annars ályktað að vinna þarf að álitsgerð um hvernig hægt er ryðja þeim hindrunum úr vegi sem standa í vegi fyrir frelsi til að velja fornafn.

Evrópuráðstefnan setti á stofn vinnuhóp í þessum tilgangi.

Engin ummæli: