2005-11-08

Átt þú nafnið þitt, eða er það ríkiseign?

Á meðan einkavæðingin fer eins og eldur í sinu um eignir ríkisins, eru raunverulegar persónur í vörslu ríkisins. Frelsi fyrirtækja hefur aldrei verið meira til að fela upphæðir og efnisatriði samninga. Samtímis þessu setur ríkið persónufrelsinu skorður með lagaákvæðum um takmarkanir á rétti til að breyta nafni sínu. Ennfremur er hver einstaklingur skyldaður með lagaákvæðum að skrá sig í þjóðskrá með nafni, heimilisfangi, kennitölu og símanúmeri. Innanríkisráðherra ráðstafar þessum eignum fólksins í landinu í gegn um Hagstofu . Ráðherrann hefur ákveðið að viss fyrirtæki geti selt þessar eignir fólksins, meðal annars með beina markaðssetningu fyrir augum.

Þessi fyrirtæki eru meðal annarra: Greiningahúsið ehf , Markvisst ehf , Markhópar ehf , Skýrr hf .

Það sem er áhugavert hér er, að nafnið þitt er selt fyrirtækjum sem vilja hagnast á viðskiptum við þig. Hvað færð þú fyrir þessa þjóðnýtingu á nafni þínu?

Jú þú færð heilan helling af áreiti sem þú hefðir helst viljað verið án! Þegar þú situr við kvöldverðarborðið með fjölskyldunni, þegar þú ert með gesti, þegar þú ert í stórri verslunarmiðstöð, er hringt í þig þar sem þú ert beðin um að styðja og kaupa þetta eða hitt.

Fyrst er fólk haft að fífli með fyrrnefndri þjóðnýtingu einstaklingsupplýsinga og síðan er fólk haft að féþúfu. Ráðherra ber ábyrgð á þessu.

Engin ummæli: