2005-11-18

Lækningar á kynfötlun.

Í fréttablaðinu í dag 17. nov 2005 skrifar Óttar Guðmundsson geðlæknir um gagnrýni vegna forræðishyggju og íhaldssemi heilbrigðisyfirvalda varðandi leiðréttingar á kyni.

Við sem höfum gengið gegnum slíkt ferli vitum að þetta er eins og að losna við fötlun. Auðvitað er engin lækning fullkomin sérhver bati er réttlætanlegur. Sem dæmi má nefna að hægt er að auka lífsgæði verulega hjá margskonar sjúklingum þó ekki sé hægt að ná fram algjöru heilbrigði.

Kjarninn í röksemdafærslu Óttars er, að þegar ekki er útlit fyrir að ná fram fullkomnu heilbrigði, þá skuli ekkert gera fyrir sjúklinginn.

Hann heldur því ranglega fram, að hér á landi sé farið eftir sömu reglum og í nærliggjandi löndum. Óttar er einn af þeim mönnum í heilbrigðiskerfinu sem hafa álíka hlutverk og vörðurinn í skáldsögunni Réttarhöldin (Der Prozess) eftir Franz Kafka. Sagan er af manni er þurfti að komast milli staða en á leið sinni kom hann að hliði og vörðurinn neitaði honum um leyfi til að komast gegn um það. Verðinum tókst að tefja mannin í nokkra daga á þennan hátt en hleypti honum í gegn einungis til að stöðva hann við næsta hlið. Svona gekk sagan.

Það sem Óttar og hans líkar eru að gera er að grípa inn í líf fólks og stöðva það á lífsleið sinni. Því meir og lengur sem hann stöðvar það, því meir grípur hann inn í líf þeirra sem hann að réttu ætti að vera að hjálpa.

Í greininni hefur Óttar slíkar leiðréttingaraðgerðir til skýjanna eins og þetta vær einhver lífselexír fyrir útvalda eins og hann segir:

[Við leiðréttingaraðgerðir á kyni] verða svo ótrúlega miklag breytingar á lífi og högum einnar manneskju [og því] verður að hafa mjög ákveðnar reglur.

Raunin er hinsvegar sú, að hægt er að hjálpa sjúklingum með einföldum aðgerðum án þess að grípa inn í líf þeirra. Staðreyndin er hinsvegar sú að íslensk heilbrigðisyfirvöld vilja ekki gera neitt fyrir sjúklinga með kynáttunarvanda nema hægt sé að ná fram fullkomnu heilbrigði.

1 ummæli:

Valur sagði...

Íslensk stjórnvöld eru um þessa daganna mjög svo Óheilbrigð í velflestu er þau taka sér fyrir hendur segja og gera , sérstaklega er Heilbrigðisráðuneytið svo Óheilbrigt að kalla má það ,, ÓHeilbrigðisráðuneyti .