2005-11-17

Afstæðishyggja.

Svona titill skapar væntingu lesenda um heimspekilega meðferð á þessu hugtaki. Tilgangur þessara skrifa er hinsvegar að kynna þessa hyggju, sem tröllríður stórum hluta stjórnmálaumræðu.

Samkvæmt þessari hyggju, teljast ríkisvald Burma og ríkisvald Stóra Bretlands jafn rétthá, þau eru jafningjar. Ríkisvald Burma virðir yfirleitt ekki mannréttindi, en á hinn bóginn virðir Stóra Bretland yfirleitt mannréttindi.

Það er einmitt jafnaðarhugsjón sem er er aðalinntak þessarar hyggju. Afstæðishyggjan lítur algerlega framhjá, að ójöfnuður getur hlotist af, að setja að jöfnu það sem ekki er jafnt.

Sem dæmi má nefna að samkvæmt afstæðishyggjunni hefur ríkisvald Burma jafnan rétt til að ráða innanríkismálum sínum og hvert annað ríki. Afstæðishyggjan tekur ekki tillit mannréttinda eða brotum á alþjóðlegum sáttmálum, öll ríkisvöld eru jafningjar.

Grundvöllur afstæðishyggjunnar.

Þegar afstæðishyggjan er skoðuð niður í kjölinn koma í ljós nokkur grundvallaratriði afstæðishyggjunnar. Samkvæmt henni hefur samfélagið engan innri strúktúr og manneskjan ekkert innra eðli.

Afstæðishyggjan er því grundvöllur hugmynda um að stjórna og viðhalda strúktur samfélagsins.

Hið innra eðli mannsinsins er ekki til samkvæmt afstæðishyggjunni og því þarf sífellt að viðhalda móral og gildum mannsins. Dæmigerð afstæðishyggja felst í einum texta Biblíunnar er hljómar nokkurnvegin á þennan hátt:

Þér eruð salt jarðarinnar, ef saltið dofnar, með hverju á þá að salta það.

Hugmyndin í þessari setningu er að efnið salt geti misst eiginleika sinn sem salt. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að salt getur ekki mist eginleika sinn því selta er eðli salts. Á sama hátt hefur maðurinn innbygt mannlegt eðli. Tilraunir til að stjórna mannlegu eðli eru því dæmdar til að mistakast.

Engin ummæli: