2005-11-12

Bernskan.

Hef nú heila viku dáðst að heilsíðuauglýsingu úr blaðinu. Auglýsingin er frá www.verndumbernskuna.is og er 3. heilræði til foreldra og uppalenda barna.

Viðurkennum Barnið eins og það er.


Þú veist ekki hvernig er að vera ég.

Ég vil að þér finnist ég vera fín eins og ég er.

Myndin og textinn segja að hvert barn sé einstakt og fullkomið eins og það er. Það þarf ekki að skamma börn og siða þau til, því þau eru mjög dugleg að læra að umgangast umhverfi sitt.

Ef til eru bókmenntaverðlaun fyrir auglýsingar, þá er þetta auglýsingin sem ætti að fá þau.

Engin ummæli: