2007-03-18

Ísland opinberlega LGBT


Stærstu samtök samkynhneigðra, Samtökin 78, höfðu aðalfund sinn í dag. Þar var ákveðið að breyta lögunum þannig að samtökin eru einnig fyrir Transgender fólk. Þessi fundur var stórskemmtilegur og þegar ég kom út, leið mér eins og ég gæti gengið á vatni. Brosið varð krónískt og ég var í sjöunda himni.


Þetta var samþykkt einróma. :)


Félagslega erum við því komin fram úr Danmörku.

Þorvaldur, einn af fyrrverandi formönnum samtakanna, sagði að í raun væri transgender ekki nýtt fyrir samtökin , það væri um áratugur síðan það bar á góma. Það er hinsvegar ekki fyrr en nú að transgender grasrótin er orðin nógu öflug til að geta barist fyrir réttindum sínum. Samtökin telja að nú geti þau treyst á transgender fólk til að berjast fyrir réttindum sínum, en áður virðist sem samtökin hafi óttast að standa ein í réttindabaráttu fyrir Transgender fólk, án þess að við lyftum hendi sjálf.

Þetta skal skoðast í ljósi þess að verið er að stofna félag Transgender fólks á Íslandi, félag sem hefur á stefnuskrá sinni, að bæta réttindi Transgender fólks, eða transfólks eins og við köllum okkur í daglegu tali, og Susan Stryker nefndi einnig í fyrirlestri sínum í fyrirlestri sínum við Háskóla Íslands.


Til hamingju Ísland við erum nú opinberlega LGBT. :)




.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----


Hrafnhildur Gunnarsdóttir formaður S 78, Hrafnkell framkvæmdastjóri S 78 og stjórn S 78, ásamt aðalfundi og hafa með mikilli elju og ákvörðun sinni í dag, tekið á lyftistöng dagsins.


3 ummæli:

Hildigunnur sagði...

til hamingju með þetta :-D

Nafnlaus sagði...

Til hamingju en ég vildi gjarnan breita orðavalinu Ég mótmæli því að ég kalli bróður minn transa í daglegu tali no 1 hann er ekki transi mér finnst það afar móðgandi ég vill ekki kalla hann neinu viðurnefni fyrir aðra. hann fór í aðgerð. ég Tel að við getum first farið að tala um réttindi þegar fólk finnur ekki þörf fyrir að merkja hvort annað með viðurnefnum.

Anna Jonna sagði...

Þakka ykkur fyrir. :)

Ég er í raun alveg sammála ASB, við erum í raun bara menn og konur eins og Susan Stryker talaði um í fjölsóttri ræðu sinni við HÍ. Hún talaði einnig um að til væru margar flokkanir af konum, meðal annarra þeldökkar konur, sveitakonur og transkonur. Ef fólk þarf endilega að grafa niður í hverskonar kona ég er, þá vill ég mikil heldur vera kölluð transkona heldur en skammaryrðinu kynskiptingur.

Trans hefur ákveðna pólítíska merkingu og þessvegna vill ég nota hana um mig. Með því að taka orðið trans til mín, er ég að senda mjög kynpólítísk skilaboö til allra.
Þessvegna eiga bara þeir sem aðhyllast þessa kynpólítík, að taka orðið til sín.