Ef ég gæti með vissu spáð um framtíðina væri ég ríkari en ég er í dag. Skjálftinn í fjármálaheiminum sem fór af stað þann 26. febrúar, virðist í fljótu bragði hafa komið upp úr þurru, en þegar nánar er athugað, kemur í ljós, að hann átti sér langann aðdraganda.
Svo virðist sem ástæða skjálftans séu ummæli Alan Greenspan, um minnkandi þenslu í efnahagskerfi Bandaríkjanna. Ummælin voru rædd í greinum á Morgunblaðinu og Vísi/Fréttablaðinu þann 26. febrúar 2007. Hlutabréf lækkuðu um allann heim, og hagnaður minn vegna fjárfestinga í hlutabréfum, hvarf eins og dögg fyrir sólu. Við athuganir á greinarskrifum á netinu, kemur í ljós, að 2. febrúar 2007 hafði birst grein um álit Greenspan á efnahagsástandinu, þar sem hann lýsir áhyggjum sínum af efnahagsþróun í Bandaríkjunum. Skjálftinn átti sér langan aðdraganda og líklega hafa margar fréttir birst um álit Greenspans. Það vekur athygli mína að greinar áðurnefndra fjölmiðla, eru alveg ósammála fjárlagahalla Bandaríkjanna sem er þó rót vandans. Blaðamenn þessara fjölmiðla virðast ekki skilja það sem þeir fjalla um.
Í óþægilega skýru ljósi þeirrar visku sem maður öðlast eftir á, er alveg ljóst að ég átti að selja hlutabréf mín í Tandberg á um genginu 121 NOK setja peninga í peningamarkaðssjóð í og kaupa síðan aftur í Tandberg á genginu 106 NOK um viku seinna.
Ástæðan fyrir að ég gerði þetta ekki, er einfaldlega sú að ég fylgdist ekki með fjármálaheiminum. Ef ég hefði framkvæmt áðurnefnd viðskipti, hefði ég þurft að takast á við þau vandamál sem fylgja því að versla með erlend hlutabréf, eins og tap vegna skipta úr einum gjaldmiðli yfir í annann. Ég hef mjög lengi verið fylgjandi því að taka upp Evrópska mynt en nú tel ég það vera nauðsynlegt fyrir mig persónulega. Ég þarf að kíkja á stofnun gjaldeyrisreiknings í Netbankanum. Það er með öðrum orðum, ekkert einfalt mál að selja Norsk hlutabréf breyta í íslenskar krónur, setja í peningamarkaðssjóð, taka út aftur stuttu seinna, og kaupa aftur Norsk hlutabréf, vel að merkja í norskum krónum, ekki evrum.
Ég er hinsvegar algjör nýgræðingur á þessu sviði, og líklegt er að mér eigi eftir að svelgjast á skattaskýrslunni, og hvernig allt þetta er fært inn í hana. Því ætla ég að láta það gott heita að læra á verðbréfaviðskipti og tilheyrandi skattaskýrslugerð í ár.
Ég er þrátt fyrir allt að gera margt skemmtilegra og mikilværara en að græða peninga.
.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----
Megi Ó-Frjálslyndi flokkurinn verða fyrir gengishruni og fylgistapi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli