2007-03-16

Af mannætum nútímans

Sjaldan hef ég fundið fyrir svo djúpum hryllingi og þegar ég heyrði

frásögn Mariselu í sjónvarpsfréttunum um 400 kvennamorð í Mexíkó.

Hún útskýrði að líklegast væru þetta vígslumorð inn í Mafíuna,

þar sem morðinginn sýnir hversu hrottalegur hann

getur verið gagnvart fórnarlambi sínu. Um fjögur þúsund kvenna er saknað.


Sú sorg sem ég fann fyrir vegna þessa gerði mig mállausa og reiðin

sem sauð í mér sagði mér að best væri að segja sem minnst.


Þeir sem misþyrma og drepa fólk í atvinnuskyni eru einfaldlega mannætur.

Ég er af þeirri sannfæringu að sérhver dauðadómur sé óréttmætur því

ekkert réttlæti sé í að taka líf þegar annað líf hefur verið tekið.


Ég er einnig af þeirri sannfæringu, að manneskja sem veit að morð verði framið

sé skyldug til að hindra það jafnvel þó að það þýði að drepa þann sem ætlar að

drepa.


Það sem ég á við, er að þegar ekki verður komist hjá morði, er ekkert val

siðfræðilega rétt samkvæmt Immanúel Kant (eða seinni tíma siðfræði),

heldur verður að taka þann kostinn

sem er illskástur og það er einfaldlega að drepa þann sem ætlar að drepa.


Mér dettur í hug orð Gandálfs :

“Do not be tempted to deal in death and judgement!

Some of those that lived, deserved to die, and some of those that have died,

deserved to live. Can you give it back to them Frodo? “


Það er allt of auðvelt í huganum að grípa langdrægan riffil og byrja að uppræta

þessar mannætur, en það er bara að leggjast of lágt.
.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----


Megi Ó-Frjálslyndi flokkurinn veita 400 flóttakonum frá Darfur héraði í Súdan, lífslangt landvistarleyfi á Íslandi.

3 ummæli:

Thorunn sagði...

Hvaða viðbjóður er þetta og hvers vegna hef ég ekki séð neinar fréttir um hann? Fylgist ég ekki nógu vel með eða ert þú að horfa á einhverjar öndergránd sjónvarpsrásir?

kk
Þórunn Hrefna.

Anna Jonna sagði...

Ekkert öndergránd, bara gamla gufusjónvarpið í gærkvöldi.

Ég bætti inn krækju á fréttir rúv í gærkvöldi og ef þú smellir á hana getur þú hlustað og séð fréttina eins og hún leit út í sjónvarpinu.
Svo breytti ég textanum mínum og bætti aðeins við.
Ég verð að viðurkenna að ég svaf illa í nótt vegna þessarar frásagnar.

Anna Jonna sagði...

Frásögn hennar var á spænsku og var ekki túlkuð á íslensku, en frásögn hennar var textuð og því skildi ég hvað hún var að segja.