Ræða samin 6. mars, 2007 og flutt 7.mars á ræðunámskeiði á vegum Samtakana 78.
30. ára jafnréttisbarátta.
Hvað er að?
Svona spurði Edda björgvinsdóttir leikkona á baráttufundi 2005 þegar liðin voru 30 ár frá baráttufundinum 1975.
Hvað getur valdið því að 30 ára jafnréttisbarátta meirihluta landsmanna hefur litlu áorkað?
Hvað er að?
Er eitthvað athugavert við að við segjum kynin vera jöfn samtímis því að við segjum þau vera svo gerólík, að þau séu algerlega ósambærileg?
Er það sanngjarnt að karlmaður sen vill fá vilja sínum framgengt, sé sagður vera ákveðinn, en að kona í sömu stöðu, sé sögð vera frek?
Hvernig stendur á að kvenréttindahreyfingin beitir sömu hugmyndafræði til að ná fram réttindum kvenna, og notaðar voru, til að halda konum niðri?
Hvernig getur það verið að við erum svo kynblind, að við sjáum ekki að kynið er miklu flóknara fyrirbæri en karl eða kona.
Af hverju látum við það viðgangast, að tengslamyndun og valdaklíkur hinna fáu, halda flestum frá völdum og áhrifum?
Jafnréttisbaráttan hefur alltof mikið og alltof oft verið byggð á hugmyndafræði sem aldrei gat komið á jafnrétti. Þessi hugmyndafræði er afstæðishyggja. Samkvæmt afstæðishyggjunni hefur samfélagið engan innri strúktúr og manneskjan ekkert innra eðli. Afstæðishyggjan er því grundvöllur hugmynda um að stjórna og viðhalda strúktur samfélagsins. Hið innra eðli mannsinsins er ekki til samkvæmt afstæðishyggjunni og því þarf sífellt að viðhalda móral og gildum mannsins.
Við þurfum að taka upp aðrar aðferðir.
Þær aðferðir sem notaðar hafa verið hingaðtil hafa byggst á afstæðishyggju, að allt er sérstætt og ósambærilegt við allt annað. Samkvæmt þessu eru mannréttindi í einni menningu alls ekki sambærileg við mannréttindi í annarri menningu. Ef maður fer að skoða afstæðishyggjuna niður í kjölinn, sést að jafnvel náttúrulögmálin eru ósambærileg í mismunandi samfélögum.
Við þurfum að taka upp þá aðferð, að bera allt saman! Við þurfum að bera saman einstaklinga, og hvaða möguleika þeir hafa í samfélaginu.
Við þurfum að taka upp þá stefnu að allir eigi að hafa jafnan aðgang að þeim gæðum sem nútíma þjóðfélag býður upp á. Ekki bara vegna þess að það er réttlætismál, heldur einnig vegna þess að það er hagkvæmast. Við sjáum aftur og aftur að þau þjóðfélög þar ójafnrétti ríkir, eru ekki jafn samkeppnishæf og önnur þjóðfélög.
Við eigum að vera duglegri við að láta alla vita hvar tækifærin eru, þannig að valdaklíkurnar fái þá samkeppni sem þær eiga skilið. Við eigum að auka samkeppnina um bestu sætin, feitustu bitana, bestu tengslin. Það er fyrsta skrefið tið að taka völdin af valdaklíkunum. Þannig getum við bætt þann ójöfnuð sem nú ríkir í þjóðfélögum okkar.
Konur eiga að hætta að vera þægar og sætar. Konur eiga að hugsa fyrst og fremst um eigin hagsmuni en ekki víkja til hliðar til að hleypa öðrum fram fyrir sig.
Þannig getum við lagfært eitthvað af því sem er að!
.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----
Hjúkrunarheimilið Skógarbær hélt alþjóðlegan dag fyrir starfsfólk sitt sem er um 150 talsins, þar af um þriðjungur af erlendum uppruna. Hátíðin er haldin til að fólk geti kynnt sína menningu og sérstaklega matargerð. Hrefna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins hefur með þessu framtaki tekið á lyftistöng dagsins.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli