2007-03-12

Um Mannsal og Þrældóm

Kvikmyndin Menneskehandelens ofre var á dagskrá á DR1 aðfararnótt 12. mars kli 00:20 að dönskum tíma.


Kvikmyndin fjallar um 11 ungar konur frá Eistlandi sem voru fluttar til Þrándheims í Noregi í vændi.


Þessar konur höfðu hugrekki til að vitna gegn þeim sem höfðu selt þær í vændisþrælkun, þrátt fyrir hótanir.


Niðurstaðan varð fyrsti dómur fyrir mannsal á Norðurlöndum. Hvað gerðist síðan fyrir konurnar þegar þær komu aftur til Eistlands?


Þessi mynd hefur verið sýnd á flestum norðurlöndum þegar árið 2005.

Evrópuráðið tók málið fyrir í október 2006. Hvað gerum við á Íslandi? Ekki neitt!



.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----


Megi Ó-Frjálslyndi flokkurinn gefa fórnarlömbum mannsals eða vændisþrælkunar ótakmarkað landvistarleyfi á Íslandi.


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hér á landi gerist mjög sjaldan eitthvað gott í mannréttindamálum , líkt og fjársvelti Mannréttindaskrifstofu sýnir okkur best , og hug núverandi Ríkisstjórnar til mannréttinda yfirleitt. En smá vonarneisti hefur verið tendraður og vonandi verður breyting á í vor. Kv Valur