Svo virðist, sem að það sé stefnan í íslensku þjóðfélagi, að gera þjóðfélagsþegnana að söluvöru. Hjá Hagstofunni þarf hver einstakur þjóðfélagsþegn að merkja sérstaklega við til að verða ekki ein af baununum í markaðssetningarsúpunni.
Háskóli Íslands, virðist hafa tekið þessa stefnu til sín og þarf hver einstakur nemandi HÍ að merkja sérstaklega við á innritunareyðublaði að hann eða hún vilji ekki láta nota sig sem skotmark aðila sem stunda beina markaðssetningu.
Neðst á innritunareyðublaði geta nemendur merkt sérstaklega við eftirfarandi:
Ég óska eftir því að nafn mitt komi EKKI fram á skrá sem afhenda má vegna markaðssetningar
Ég óska eftir því að nafn mitt komi EKKI fram á skrá sem afhenda má vegna skoðanakannanna og rannsóknarverkefna
Mín persónulega skoðun er sú, að bein markaðssetning eigi ekki að vera sjálfgefin fyrir nemendur HÍ. Textinn væri þá:
Ég óska eftir því að nafn mitt komi fram á skrá sem afhenda má vegna markaðssetningar
Ég óska eftir því að nafn mitt komi fram á skrá sem afhenda má vegna skoðanakannanna og rannsóknarverkefna
Tæknilega séð, er mjög auðvelt að breyta þessu, en það er í höndum nemendafélaga HÍ að taka ákvörðun um það.
.-. .-.
/'v'\ /'v'\
(/ \) (/ \)
======="="=='=='="="===-----
Megi Ó-Frjálslyndi flokkurinn fá sífelldar upphringingar frá sölumönnum og kaupa sig fátækan af ónotæfu dóti.
1 ummæli:
Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið komið á blöðin þegar ég skráði mig í háskólann, í fyrndinni.
Því hef ég verið sjálfgefið skotmark, enda fékk ég hamingjuóskir, ásamt tilboðum, frá öllum bönkunum eftir útskriftina...
Skrifa ummæli