Nokkrir tjekkneskir lögreglumenn hafa verið reknir og refsað fyrir misþyrmingarnar sem áttu sér stað við mótmæli gegn nýnasizma þann 1. mai.
Katerina Jacques hefur enn verki og marbletti eftir misþyrmingar lögreglunnar við friðsama mótmælagöngu þann 1. maí.
Nú fær hún þó eitthvað réttlæti: Tveir lögregluforingjar hafa þegar verið reknir, og allt að tíu lögreglumönnum hefur verið vikið frá störfum um óákveðinn tíma eða verið refsað á annann hátt. Vladislav Husak yfirmaður lögreglunnar, biðst upphátt afsökunar “vegna þessara óréttmætu misþyrminga”.
Kona með völd og áhrif.
Þetta minnir marga tjekka á kommúnistatímabilið, þegar það var venja lögreglunnar að slá mótmælendur til blóðs. Fólk talar sérstaklega um hversu hratt málið hefur verið afgreitt á meðan mörg önnur mál um lögregluofbeldi eru enn ekki útskýrð.
Svo til allir virðast halda, að málsmeðferðinni hafi verið hraðað vegna stöðu þessarar 35 ára gömlu konu. Hún er forstjóri mannréttindaskrifstofu ríkisstjórnarinnar og þarmeð háttsett embættiskona.
Misþyrmt við mótmælagönguna.
En það var sem einstaklingur, að hún tók þátt í mótmælagöngunni þann 1. mai gegn opinberlega leyfðri mótmælagöngu nýnazista og lenti upp á kant við Tomas Cermak lögregluþjón.
Hann varð pirraður, vegna þess að hún hlýddi ekki skipun hans um að koma ekki nær nýnasiztunum, hann skellti henni á gangstéttina og sló svo fast að, hún veinaði af sársauka og varð að far á spítala. Börnin hennar, sem sáu misþyrmingarnar, öskruðu af hræðslu.
Lögregluþjónninn útskýrði seinna, að þessi harka var nauðsynleg vegna þess að Katerina, hefði rifið lögregluskjöldinn af jakkanum hans og fleygt honum. Seinna kom í ljós að þessi saga lögregluþjónsins var uppspuni.
Yfirmennirnir reknir.
Engin af þeim lögreglumönnum sem voru reknir eða vikið úr starfi höfðu snert Katerinu. Tomas Cermak hafði algerlega unnið sólo, en enginn starfsfélagi hans hafði gert hið minnsta til að stöðva hann, þrátt fyrir að margir þeirra vissu um tilhneigingu hans til misþyrminga. Þeir stóðu bara og horfðu á og gerðu ekkert.
Misþyrmingarnar héldu áfram á lögreglustöðinni, sem Cermak fór með Katerinu á. Hann hætti ekki fyrr en eftir aðvaranair frá kvenstarfsfélaga hans, sem augljóslega hafði borið kennsl á æðsta yfirmann ríkisstjórnarinnar í mannréttindamálum.
Lögreglustjórarnir voru reknir vegna þess að þeir létu sem ekkert væri og töldu misþyrmingar réttmætar.
Mistök í kerfinu.
Katerina Jacques er nú komin aftur til vinnu og gerir nú átak, svo lögreglan verði endurskipulögð eins og þjóðin hefur óskað eftir alveg síðan kommúnisminn féll. Ennþá vinnur fólk hjá lögreglunni frá þeim tíma og Tomas Cermak er einn af þeim. Hann var einn af sérþjálfuðum óeirðalögreglumönnum, sem misþyrmdu mótmælendum við síðustu mótmælin gegn valdstjórninni fram til 1989. Lögregluofbeldi kemur enn fyrir þó að það sé undantekningin.
“Árásin á mig var ekki bara einhver tilviljunarkennd villa eins manns. Þetta var kerfisbundin villa í skipulagningu lögreglunnar” segir Katerina Jacques.
Sannanir á myndböndum.
Vladislav Husak yfirmaður lögreglunnar neitar þessu. Frantisek Bublan innanríkisráðherra, sagði einnig í byrjun að enginn annar en Tomas Cermak hefði misnotað stöðu sína, og að lögreglan hefði unnið gott starf þann 1. maí.
Nú talar nnanríkisráðherrann einnig um kerfisbundna villu. Kannski hann hafið skipt um skoðun eftir að hann sá myndir og myndbönd af árásinni á konuna, sem allir tékkneskir fjölmiðlar sýna aftur og aftur.
Á þeim sést að Tomas Cermak er með lögreglumerkið á sér, og að starfsfélagar hans gera ekkert til að koma Katerinu til hjálpar.
Stjórnmálaflokkurinn Græningjarnir, þar sem Katerina Jacques er númer 2 á lista, krefjast þess að innanríkisráðherrann segi af sér. Græningjarnir eru í framboði í fyrsta skipti og samkvæmt skoðanakönnunum geta þeir reiknað með um 10 prósentum af atkvæðum. Kosningarnar verða 2. og 3. juni.
Þýtt beint úr politiken.dk
1 ummæli:
Hæ frænka
Gaman að sjá að þú ert með blogg. Það er svo gaman að fylgjast með ættingjum sínum. Frétti af þér fyrir norðan um daginn. Annars er allt gott að frétta af mér. ER á fullu núna í pólitíkinni. Rokna stuð.
Við sjáumst og heyrumst vonandi fljótlega. kv. Svava Halldóra
Skrifa ummæli