2006-05-27

Danir fara erlendis til að fá leiðréttingu á kyni

Fólk með kynáttunarvanda ferðast til Thailands í aðgerð til leiðréttingar á kyni, því þau fá ekki leyfi til þess í Danmörku. Transfólk óskar eftir lagasetningu sem gerir þeim auðveldara fyrir að fá aðgerðina. Málið er nú orðið pólitískt.


Sjúklingasamtök um kynáttunarvanda, áætla að nú séu um 20 danir árlega sem fá aðgerð erlendis. Flestir fara til Thailands, þar sem skurðlæknarnir krefjast eingöngu meðmæla frá heimilislækni sjúklingsins.


Þörfin er meiri en nokkru sinni fyrr.


»Sumir gefast upp og taka eigið líf. Hinir fara til Thailands eða annarra landa, þar sem það er auðveldara að fá aðgerðina«, segir Sophie Frederikke Schröder, sem er formaður Sjúklingasamtakanna og fékk sjálf leiðréttingu á kyni í Bangkok seinasta ár.


Einn af reyndustu lýtalæknum veraldar, hinn tælenski Dr. Preecha Tiewtranon, er sammála því að þörfin fyrir aðgerðir er meiri en sá fjöldi sem yfirvöld gefa leyfi fyrir í mörgum vestrænum löndum.


»TS fólk kemur til mín, af því að þau hafa fengið neitun í eigin landi. Það er hræðilegt fyrir þau, af því að þau flestu hafa haft löngun til að leiðrétta kyn sitt síðan í barnæsku« segir Dr. Preecha, sem hefur gert aðgerðir á fjölmörgun Dönum [ Þýðandi þekkir amk. fimm persónulega: innskot þýðanda]


Erfið leið til leiðréttingar á kyni.


Danir með kynáttunarvanda hafa án árangusrs,krafist löggjafar sem gerir það auðveldara fyrir þau að komast í aðgerð.


Eins og staðan er í dag, þarf að sækja um hjá Heilbrigðisstjórninni, sem þá biður um álit Kynlífsfræðistofu Ríkisspítalans. Út frá þeim samtölum sem, kynlífsfræðistofan hefur átt við sjúklinginn, er gefið álit um hvort farið skuli að ósk sjúklingsins eða ekki.

Álitið er síðan sent til sérstaks ráðs réttarlækna í Dómsmálaráðuneytinu sem metur málið og sendir það aftur til Heilbrigðisstjórnarinnar, sem opinberlega tekur endanlega ákvörðun. Sé svarið nei, er enginn áfrýjunarmöguleiki.


Í röngum líkama.

Ellids Kristensen sem er yfirlæknir og yfirmaður Kynlífsfræðistofu, segir að árlega séu framkvæmdar um fimm til tíu aðgerðir árlega í Danmörku. Hún álítur ekki, að of fáir fái aðgerð á danskri grund.

»Töluvert margt transfólk finnst mjög snemma í lífinu að þau séu fædd í röngum líkama og lífið er mjög þjáningarfullt fyrir þau. Ég á ekki í neinum vandræðum með að mæla með aðgerð fyrir þau« segir Ellids Kristensen og heldur áfram:


Byggt á mati

»En svo eru aðrir, sem lifa í mörg ár sem það kyn sem þau fæddust með. Mörg þeirra giftast of eignast börn og hafa haft mikla ánægju af kynfærum sínum. Þau þjást einnig af ástandi sínu, en öðru hvoru er vafasamt hvort ástandið batnar við aðgerð. «


Hvernig getið þið gert ykkur að dómurum yfir hvort fólk lifir á þjáningarfullann hátt eða ekki?


»Við verðum að gera okkur mynd af stöðunni á sem bestan hátt í samvinnu við sjúklinginn«.


Hafið þið ekki áhyggjur af að þið neitið stundum fólki sem í raun óskar eftir aðgerð?


»Við byggjum þetta allt á mati. Alþjóðleg reynsla sýnir, að mörg þeirra sem þegar hafa lifaða virku lífi með meðfæddum kynfærum sínum, eru í mikilli hættu á að sjá eftir aðgerðinni. Persónulega finnst mér verra að framkvæma aðgerð í tilfellum þar sem við hefðum ekki átt að gera það«, segir Ellids Kristensen.


Danski Alþýðuflokkurinn (DF) fjallar pólítiskt um málið

Þingmaðurinn Birthe Skaarup (DF), formaður Heilbrigðisnefndar ætlar að setja fram fyrirspurn á þingi til Lars Løkke Rasmussen (Venstre) heilbrigðismálaráðherra.


Hún ætlar meðal annars að ræða, hvort rofið skuli einkaleyfi Ríkisspítalans þannig að einnig sjálfstæðir Kynlífsfræðingar geti komið með mat á hvort farið skuli að ósk sjúklingsins eða ekki.


Þýtt beint úr Politiken.dk : Anna Jonna Ármannsdóttir.


Engin ummæli: