2006-03-12

Útúrsnúningar Nýju Fréttastöðvarinnar.

I viðtali mínu við fréttamann N.F. Þann 10 mars. 2006, sagði ég frá persónulegri reynslu minni af fordómum gagnvart minni egin persónu í þá 6 mánuði sem ég hef dvalist hér og sárafáir hafa vitað að ég hef fengið leiðréttingu á kyni.

Ritstjórn N.F. snéri út úr orðum mínum og túlkaði þau eins og þau hefðu sama vægi og orð bandarísks sagnfræðings að nafni Susan Stryker um mismunun og fordóma i BNA gagnvart fólki sem er opinskátt um sína kynfortíð.

Það ætti að vera öllum algerlega ljóst, einnig ritstjórn N.F., að þetta eru ummæli um tvær mög ólíkar hliðar á sama máli. Engu að síður reyndi ritstjórn N.F. að láta líta svo út að við værum ósammála um mismunun og fordóma í garð fólks með kynfortíð.

Því skal slegið hérmeð fast, að við erum mjög sammála um þessa hluti og það er enginn ástæða til að sá efa um gildi rannsókna hennar á þessum málum.

Einnig vil ég koma því á framfæri, að ég tel að mjög sé brotið á rétti fólks í okkar hópi bæði hvað varðar vernd á persónuupplýsingum, mannréttindi, og aðgagn að opinberri þjónustu.

Ég tel því að N.F. hafi brugðist sem fjölmiðill, þegar snúið er út úr orðum mínum með því að setja þau inn í allt annað samheingi en þau voru sögð í. Það er í lagi að gera þetta í gríni, en þetta var ekkert grín.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég tel að það sé yfirhöfuð brotið á rétti allra Íslendinga með þjóðskránni.

Svo lengi sem hægt er að kaupa þjóðskrána í áskrift í textaformi eru engin takmörk fyrir því hversu mikið hægt er að hnýsast í einkahagi fólks.

Stundum langar fólki bara til að vera nafnlaust. Ekki umsetið af einhverjum stalkerum.

Og hvers vegna þurfa allir að vita kennitölur allra?