2006-05-26

Ferðalag erlendis í aðgerð.

Möguleiki er á að fá tímabundið vegabréf. Þegar ferðafólk ferðast með vegabréf sem skilríki, er mikilvægt að hafa öryggi þeirra að leiðarljósi. Þegar t.d. transkona ferðast erlendis með vegabréf sem skilgreinir hana sem karl, er ljóst að mun meiri líkur eru á að hún lendi í vandræðum og seinkunum á ferðalagi sínu, en aðrir farþegar. Hún getur jafnvel átt á hættu að vera sett í karlafangelsi án þess að hafa rétt til að koma fyrir dómara eða að fá lögfræðing. Ef það gerist, eru miklar líkur á að henni verði nauðgað. Ef slíkt gerist stuttu eftir að hún hefur farið í aðgerð á kynfærum, er alveg ljóst að líf hennar og heilsa er í hættu.

Við leggjum því til, að Útlendingastofnun gefi út tímabundin vegabréf fyrir þá einstaklinga sem sannanlega eru á leið erlendis í aðgerð til leiðréttingar á kyni. Slíkt er hægt að sanna með skjali frá lækni um að viðkomandi einstaklingur sé í meðferð eða hafi verið í meðferð vegna kynáttunarvanda. Staðfesting á tímapöntun á sjúkrahúsi erlendis væri einnig æskileg.

Engin ummæli: