2006-05-26

Dómur mannréttindadómstóls í máli B gegn Frakklandi.

Transkonan B. Stefndi Frakklandi fyrir Manréttindadómstól Evrópu þar sem henni var meinaður aðgangur að leiðréttingu á kyni nafns síns. Henni var með öðrum orðum meinað að breyta nafni sínu og skráningu í þjóðskrá þannig að hún teldist kona. Í dómi sínum lagði Mannréttindadómstóllinn áherslu á, að mikil notkun væri á kynbundnum fornöfnum, og á kennitölum og á skilríkjum sem sýna kyn viðkomandi eins og það er skráð í þjóðskrá. Af þessum sökum hafði Frakkland brotið mannréttindi hennar. Þór Vilhjálmsson var einn dómara í þessu máli.

Á Íslandi eru sömu aðstæður og í Frakklandi, hvað varðar notkun á kynbundnum fornöfnum, noktun á kennitölu og á skráningu kyns samkvæmt þjóðskrá. Einnig er alveg ljóst af reynslu okkar sem hafa reynt, að íslensk yfirvöld hafa hingað til neitað fólki um leyfi til leiðréttingar á nafni áður en aðgerð til leiðréttingar á kyni hefur farið fram. Slík neitun setur verulegar hindranir fyrir líf fólks sem er að reyna að skapa sér tilveru, nafn og menntun. Það er því ljóst að nafnabreytingu þarf að leyfa svo ekki séu settar hindranir fyrir líf fólks. Það er ódýrt, einfalt og fljótlegt.

Engin ummæli: